Mannauðsmál

Átak var gert í mannauðsmálum hjá Vatnajökulsþjóðgarði.  Gerður var samningur við Landmælingar Íslands á tímabilinu september - desember 2018 varðandi ýmsa ráðgjöf við mannauðsmál. Mikið hafði verið unnið í mannauðsstefnu þjóðgarðsins og var hún nú gefin út. Einnig var unnið að persónuverndarstefnu og jafnréttisstefnu.

Starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs heimsækir þjóðgarðinn á Þingvöllum.

 

Fjölgun varð á heilsársstörfum innan þjóðgarðsins en þó var stærstur hluti starfsfólks lausráðinn og starfaði hluta úr ári við landvörslu og þjónustustörf. Að auki nýtur þjóðgarðurinn á hverju ári starfskrafta hópa sjálfboðaliða á vegum Umhverfisstofnunar. Á árinu 2018 nam vinnuframlag þessa hóps alls 305 dagsverkum. Ráðinn var starfsmaður á skrifstofu þjóðgarðsins í lok árs og sneru hans fyrstu verkefni meðal annars að skjalavistunarmálum, skönnun og greiningu gagna, starfsmannahandbók og fundaráætlun.

Yfirlit yfir starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs 2018

 

Starfsfólk

Fastráðnir starfsmenn

Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður á austursvæði

Elvar Ingólfsson, landvörður á suðursvæði

Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður á vestursvæði

Friðrik Már Arnórsson, veitingasala, suðursvæði

Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum

Guðrún Jónsdóttir, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á norðursvæði

Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir, yfirlandvörður á suðursvæði

Guðrún Svanhildur Stefánsdóttir, bókari

Helga Árnadóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði frá 1. júní

Hrafnhildur Ævarsdóttir, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á suðursvæði frá 1. júlí

Ingibjörg Smáradóttir, sérfræðingur á skrifstofu

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir, þjóðgarðsvörður á norðursvæði-hálendi

Jóna Björk Jónsdóttir, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á vestursvæði

Kári Kristjánsson, umsjónarmaður mannvirkja á hálendi

Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri frá 11. júní

Marek Gardian, veitingasala, suðursvæði

Miroslava Harusincová, veitingasala, suðursvæði

Ragna Fanney Jóhannsdóttir, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á austursvæði

Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði til 30. júní

Sigurður Óskar Jónsson, landvörður á suðursvæði

Snorri Baldursson, verkefnastjóri UNESCO umsóknar

Steinunn Hödd Harðardóttir, sérfræðingur á suðursvæði

Valbjörn Steingrímsson, fjármálastjóri 

Þórður H. Ólafsson, framkvæmdastjóri til 11. júní