Gestir

Gestir Vatnajökulsþjóðgarðs eru fjölbreyttur hópar sem vill upplifa og stunda útivist á margvíslegan hátt. Hlutverk þjóðgarðsins er fyrst og fremst að tryggja vernd náttúru og menningarminja svæðisins en einnig að bjóða gesti velkomna. Því er sjálfbær nýting lykilatriði í uppbyggingu innviða og stýringu ferðafólks enda eru svæði misviðkvæm fyrir ágangi mannsins. Þjónusta við gesti er áberandi þáttur í starfi þjóðgarðsins og má þar nefna gestastofur, upplýsingastöðvar, landvörslustöðvar, áningarstaði fyrir daggesti, tjaldsvæði, skála, vegi, gönguleiðir og upplýsinga- og fræðsluskilti.