Framkvæmdir

Í ört stækkandi þjóðgarði, með síaukinn fjölda gesta, er stöðugt unnið að uppbyggingu innviða. Rík áhersla er á að skipta við aðila í heimabyggð þegar þess er kostur. Stærri framkvæmdir árið 2018 voru eftirtaldar:

Framkvæmdum lokið

Ný sýning sett upp í Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum í samvinnu við Umhverfisstofnun

Útsýnis- og tengipallur við Dettifoss, 3. áfangi

Bráðabirgðasalerni við Jökulsárlón

Nýtt afgreiðsluhús fyrir tjaldsvæði í Ásbyrgi

Nýtt snyrtihús á tjaldsvæði í Skaftafelli

Skipulagsbreytingar á bílastæði framan við Skaftafellsstofu: Bílastæði hópferðabifreiða og hreyfihamlaðra eru nú framan við gestastofuna en bílastæði einkabíla fjær gestastofunni

Vikraborgir/Askja þurrsalerni

Salerni við Snæfellsskála

Auk þessa liggur mikil vinna í gerð og uppsetningu skilta og ýmiskonar merkinga innan þjóðgarðsins

 

Framkvæmdir í vinnslu

Aðstöðuhús landvarða Vikraborgum í Öskju

 

Moltusalerni í Vikraborgum við Öskju: Við hönnun var gengið út frá sjálfbærni, snyrtilegri aðstöðu, einfaldleika og lágmarksbúnaði, án vatns. Ennfremur hagkvæmum rekstri er varðar daglega umsjón, fjárhag- og umhverfiskostnað.

 

Nýtt snyrtihús á tjaldsvæði í Skaftafelli í vetrarsól.

 

Gestir skoða sýningu í Hrauneyjum sem sett var upp í samstarfi við Umhverfisstofnun og Hálendismiðstöðina í Hrauneyjum. Sýningin byggist upp á fræðslu um nærliggjandi svæði, náttúruvernd og leggur sérstaka áherslu á ábyrga ferðahegðun.

 

Nýtt salernishús við Snæfell komið í vetrardvala.