Fjármál 2018

Árið 2018 var heildarrekstrarkostnaður Vatnajökulsþjóðgarðs um 937 milljónir króna. Árið 2017 nam heildarrekstrarkostnaðurinn 977 milljónum króna. Því er lækkun milli ára um 40 milljónir króna eða um 4,2%. Meginskýring er fækkun ársverka um fimm auk almenns aðhalds milli ára. Stofnunin skilaði afgangi upp á 19.8 milljónir króna á árinu 2018. Almennt einkenndist árið af miklu breytingarferli því árið 2017 kom illa út rekstrarlega, en halli þess árs var 193 milljónir kr. Umskiptin voru því mikil milli ára en daglegur rekstur og lögbundin verkefni þjóðgarðsins voru í ágætu jafnvægi.  

 

Rekstur árin 2017-2018

Lykiltölur úr rekstri Vatnajökulsþjóðgarðs 2014-2018

 

 

2014

2015

2016

2017

2018

Tekjur

         
þar af framlag úr ríkissjóði 401,3 455,9 561,9 419,2 405,4
þar af tekjur af rekstri 322,5 378,2 363,8 365,2 552,2

Gjöld

738,9 870,7 911,8 984,0 938,9
Þar af laun og tengd gjöld 254,8 310,9 370,2 553,5 506,2
Þar af önnur gjöld 484,1 559,8 541,6 430,5 432,7
           

Afkoma ársins 

-15,1

-36,6

13,9

-199,6

19,0

 

2018

2017

 

Framlög til reksturs og framkvæmda 2008-2018

Almenn rekstur 2008-2018

Þróun rekstrarkostnaðar

 

Útgjöld

Miklar sveiflur milli áranna 2017 og 2018 skýrast fyrst og fremst af aðhaldi í rekstri vegna fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Liðirnir aðkeypt þjónusta og húsnæðisliður er hinsvegar þungir og erfiðir því þar eru oft ófyrirséðar aðstæður sem m.a. stafa af þeim mikla fjölda ferðamanna sem sækir þjóðgarðinn heim. Mikið aðhald var í öðrum útgjaldaliðum á árinu:

  • Launakostnaður lækkaði um 49,8 milljónir milli ára eða um 9% og helgast sú lækkun aðallega af fækkun starfsmanna í veitingasölu í Skaftafelli en ársverk fóru úr 54,4 fyrir árið 2017 í 49,76 fyrir árið 2018.
  • Ferðakostnaður lækkaði milli ára um 11,7 milljónir krónur eða um 27,3% og fór úr 42,8 milljónum króna í 31 milljón krónur.
  • Rekstrarvöruliður lækkaði milli ára um 10,3 milljónir króna eða um 31,8% og fór úr 32,7 milljónum króna í 22,1 milljónir króna. 
  • Aðkeypt þjónusta hækkaði á milli ára um 28 milljónir króna eða um 27,6% og fór úr í 101,1 milljónir króna í 129,1 milljónir króna.
  • Húsnæðisliður lækkaði um 14 milljónir króna milli ára eða um 14,2% og fór úr 98,2 milljónum króna í 84,2 milljónir króna.
  • Bifreiða og vélaliður lækkaði  um 4,3 milljónir króna milli ára eða um 20,1% og fór úr 21,7 milljónum króna í 17,4 milljónir króna.

 

Tekjur

Tekjur þjóðgarðsins til rekstrar eru annars vegar frá ríkinu í gegnum fjárlög og hinsvegar ýmsar sértekjur. Rekstur stofnunarinnar er afar háður sértekjum. Fjárveitingar á fjárlögum hvers árs ná að greiða launakostnað en nánast allur annar rekstur greiðist af sértekjum. Tekjur þjóðgarðsins árið 2017 voru 783,5 milljónir króna en árið 2018 voru þær 957,6 milljónir króna. Mismunurinn skýrist að hluta til vegna aukningar ýmissa framlaga og tekna að upphæð 108 milljónir króna. 

 

Yfirlit yfir afkomu ársins 2018

 

2018

 

2017

Tekjur

   

 

Tekjufærsla fjárveitinga

372.900.000

 

389.752.024

Seld þjónusta

317.371.194

 

232.078.543

Vörusala

73.225.396

 

79.391.710

Framlög og ýmsar tekjur

161.569.433

 

52.864.159

Tekjufærsla frestaðra tekna fyrri ára

32.549.878

 

29.456.403


Tekjur samtals

957.615.901

 

783.542.839

 

   

 

Gjöld

   

 

Laun og launatengd gjöld

506.169.284

 

555.961.990

Annar rekstrarkostnaður

399.069.185

 

392.023.095

Afskriftir

32.549.878

 

29.456.403

Gjöld samtals

937.788.347

 

977.441.488


Afkoma ársins

19.827.554

 

-193.898.649

 


Efnahagsreikningur 2018