Verndun og stjórnun
Description

Stjórnunar- og verndaráætlun

Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs


Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, staðfest 12. júlí 2013

Umhverfisráðherra hefur staðfest tillögu stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs um breytingar á Stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins.

Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs [PDF 7 MB]

Skýringauppdráttur vegna landnýtingar

Reglugerð um (4.) breytingu á á reglugerð nr. 608/2008 um Vatnajökulsþjóðgarð


Auglýsing um breytingu á Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
(birt í mars 2013)

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs auglýsir hér með, skv. 12. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007 og í samræmi við 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, tillögu að breytingum á Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð ásamt umhverfisskýrslu fyrir breytingarnar.

Tillagan er unnin í samræmi við 12. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð og byggir á tillögum að breytingum unnum af svæðisráðum fjögurra rekstrarsvæða þjóðgarðsins og á samráði við fjölmarga aðila. Stjórnunar- og verndaráætlunin er stefnumótandi áætlun um stjórnun, skipulag, náttúruvernd og aðra landnotkun í þjóðgarðinum.

Um er að ræða fyrstu breytingu á Stjórnunar- og verndaráætlun frá því að hún var staðfest af umhverfisráðherra þann 28. febrúar 2011. Breytingin felur í sér stækkun vestursvæðis þjóðgarðsins auk breytinga á vegum og ákvæðum um hefðbundna landnýtingu, tjöldun, hjólreiðar og fleira. Hluti breytinganna varðar atriði sem bundin eru í reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 608/2008 m.s.br. og því gert ráð fyrir að henni sé breytt til samræmis.

Tillagan er kynnt með eftirfarandi gögnum:
Stjórnunar- og verndaráætlun með öllum breytingum, sem lagðar eru til frá staðfestri útgáfu, skýrt auðkenndum.
Stjórnunar- og verndaráætlun í breyttri mynd samkvæmt tillögunni, aðeins birt á vef Vatnajökulsþjóðgarðs.
Greinargerð um breytingar samkvæmt tillögunni ásamtumhverfismati áætlunarinnar.
Uppfærður skýringaruppdráttur.

Gögnin munu liggja frammi til sýnis, á opnunartíma, á eftirfarandi stöðum, frá og með 27. mars til og með 10. maí 2013:
Á starfsstöðvum þjóðgarðsvarða í Jökulsárgljúfrum, á Skriðuklaustri í Skaftafelli og á Kirkjubæjarklaustri, á skrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs, Klapparstíg 25-27, 4. hæð, Reykjavík, hjá Skipulagsstofnun Laugavegi 166, Reykjavík og á
skrifstofum Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps, Norðurþings, Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Skaftárhrepps og Ásahrepps.

Allir sem hagsmuna eiga að gæta og aðrir sem áhuga hafa, eru hvattir til að kynna sér tillögugögnin og senda athugasemdir og ábendingar.

Síðasti skiladagur athugasemda er 10. maí 2013.

Athugasemdum skal skilað skriflega til Vatnajökulsþjóðgarðs, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík eða í tölvupósti á netfangið sogv@vjp.is, með nafni, kennitölu og heimilisfangi viðkomandi. Að loknum athugasemdafresti gengur stjórn
Vatnajökulsþjóðgarðs frá endanlegri tillögu að breytingu á Stjórnunar- og verndaráætlun, til staðfestingar umhverfis- og
auðlindaráðherra.

27.3.2013
Stjórn VatnajökulsþjóðgarðsStjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, staðfest 28. febrúar 2011

Umhverfisráðherra hefur staðfest tillögu stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs um stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins. 


Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs [ÚRELT]


Umhverfisskýrsla

Samráð og samtöl við hagsmunaaðila í aðdraganda að gerð Stjórnunar- og verndaráætlunar


JokulsargljufurRTH008