Verndun og stjórnun
Description

Verndun og stjórnun

Friðlýsing Vatnajökuls og helstu áhrifasvæða

SkaftafellGO142Markmið með friðlýsingu Vatnajökuls og helstu áhrifasvæða hans sem þjóðgarðs eru:

  • Að vernda náttúru svæðisins, s.s. landslag, lífríki og jarðmyndanir, og menningarminjar þess.
  • Að gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru svæðisins, menningar þess og sögu.
  • Að veita fræðslu um náttúru og náttúruvernd, sögu, mannlíf og menningarminjar svæðisins og stuðla að rannsóknum til að efla þekkingu á þessum þáttum.
  • Að styrkja byggð og atvinnustarfsemi í nágrenni þjóðgarðsins.

 Í valstiku hér vinstra megin er hægt að nálgast allar helstu upplýsingar um þær leiðir sem farnar eru til að ná þessum markmiðum. Einnig er þar að finna lög og reglugerð um þjóðgarðinn, efni tengt stofnun hans og svo eyðublöð tengd atvinnustarfsemi og rannsóknum innan Vatnajökulsþjóðgarðs.


Kort af Vatnajökulsþjóðgarði má finna hér.