Ferðast um þjóðgarðinn
Description

Tjaldsvæði

Tjaldsvæði

Tjaldsvæði í þjóðgarðinum

Á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs eru rekin tjaldsvæði í Skaftafelli, Jökulsárgljúfrum, í Blágiljum og við Snæfell. Einnig er að finna tjaldsvæði við flesta gistiskála innan þjóðgarðsins.

Tjaldsvæðin í Skaftafelli og Ásbyrgi eru stór og með stæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla. Þar er ýmis aukaþjónusta í boði; rafmagn fyrir húsbíla og fellihýsi, sturtur, þvottavélar og þurrkarar, internet og raftækjahleðsla. Í Vesturdal , Blágiljum og við Snæfell er engin aukaþjónusta í boði.

Þjónusta er á tjaldsvæðum þjóðgarðsins á eftirfarandi tímabilum:

 • Skaftafell: 1. maí - 30. september
 • Ásbyrgi: 15. maí - 30. september
 • Vesturdalur: 7. júní - 15. september
 • Snæfell: 1. júlí - 15. september (ef veður leyfa)
 • Blágil: Frá því að vegur í Laka opnast og fram í byrjun september.

Hafa þarf samband við þjóðgarðsvörð ef gestir hyggjast dvelja á tjaldsvæðum utan þjónustutíma.

Verðskrá Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir árið 2017

Verðskráin gildir á tjaldsvæðum þjóðgarðsins í Skaftafelli, Ásbyrgi og Vesturdal, og á tjaldsvæðum við skálana við Snæfell og í Blágiljum. Verðskráin er birt með fyrirvara um samþykki umhverfis- og auðlindaráðuneytis.


Gjald fyrir einn í gistingu í eina nótt á tjaldstæði í tjaldi, fellihýsi, tjaldvagni, hjólhýsi eða húsbíl:
Almennt gjald: kr. 1.700
13 til 16 ára börn, í fylgd með fullorðnum: kr. 800
Aðgangur 12 ára og yngri barna, í fylgd með fullorðnum, að tjaldstæði er gjaldfrjáls.
Gistináttagjald er innifalið í verði.

Verðskrá fyrir gistingu í skálum sem reknir eru af Vatnajökulsþjóðgarði (gistináttagjald innifalið):

Gjald fyrir gistingu í skála A eina nótt (Snæfell):
Almennt gjald: kr. 6.500
13-16 ára börn (í fylgd með fullorðnum): kr. 3.250
Aðgangur 12 ára og yngri barna, í fylgd með fullorðnum, að skála A er gjaldfrjáls.

Gjald fyrir gistingu í skála B eina nótt (Blágil):
Almennt gjald: kr. 5.000
13-16 ára börn (í fylgd með fullorðnum): kr. 2.500
Aðgangur 12 ára og yngri barna, í fylgd með fullorðnum, að skála B er gjaldfrjáls.

Gjald fyrir aðra þjónustu:

 • Sturtugjald, eitt skipti: kr. 500
 • Rafmagn fyrir húsbíl, hjólhýsi og fellihýsi, einn sólarhringur: kr. 1000
 • Afnot af þvottavél, eitt skipti: kr. 500
 • Afnot af þurrkara, eitt skipti: kr. 500
 • Gjald vegna almenns aðgangs að aðstöðu í skála, einn dagur: kr. 500
 • Sértæk þjónusta eða aðstoð: kr. 17.000

Hópaafsláttur:

10 manna hópur eða fleiri: 10% afsláttur af gistingu, utan gistináttagjalds, ef staðgreitt. Skilyrði er að hópstjóri greiði fyrir allan hópinn.

Reglur um tjöldun

Innan þjóðgarðsins ber gestum að nota skipulögð tjaldsvæði fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla. Fjarri skipulögðum tjaldsvæðum er heimilt að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum til einnar nætur. Hópar þar sem eru 10 tjöld eða fleiri þurfa þó leyfi þjóðgarðsvarðar. Við tjöldun utan skipulagðra tjaldsvæða skal þess gætt að ekki sé valdið skemmdum á vettvangi og jafnframt skal taka allt sorp og úrgang til byggða. 

Tjöldun utan merktra tjaldsvæða er óheimil á eftirtöldum svæðum:
• Í Jökulsárgljúfrum
• Á svæði sem nýtur sérstakrar verndar í Öskju.
• Á láglendi á Hoffellssvæði og Heinabergssvæði.
• Á Skaftafellsheiði, Bæjarstaðarskógi og í Morsárdal. Þó er heimilt að tjalda í Skaftafellsfjöllum ofan 400 m y.s. og á svæði í mynni Kjósar. Ferðafólk skal afla upplýsinga hjá þjóðgarðinum um tjöldun á þessum svæðum.