Ferðast um þjóðgarðinn
Description

Gönguleiðir

Gönguleiðir

SKA-Skaftafellsheidi-GOEVatnajökulsþjóðgarður er stofnaður á grunni þjóðgarðanna í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum. Sá fyrrnefndi var í upphafi skipulagður fyrir gangandi umferð og í Jökulsárgljúfrum hefur einnig verðið lögð rík áhersla á að greiða götu gangandi fólks um garðinn. Af þessu eimir í Vatnajökulsþjóðgarði og því er hann í flesta staði hentugur þeim sem vilja ferðast fótgangandi og njóta landslags og náttúru.

Gönguleiðir innan Vatnajökulsþjóðgarðs og á friðlýstum svæðum í umsjá þjóðgarðsins eru fjölmargar. Þær eru mislangar og miserfiðar, sumar eru stikaðar, aðrar ekki.

Lýsingar á gönguleiðum innan einstakra svæða og kort af þeim er hægt að nálgast í gegnum vefstikuna hér vinstra megin. Einnig er þar að finna upplýsingar um það sem lagt er til grundvallar við erfiðleikastuðul gönguleiða innan þjóðgarðsins.