Ferðast um þjóðgarðinn
Description

Færð og aðstæður

Jökulsárgljúfur - aðstæður - 25.6.2017

Eins og vænta má á þessum árstíma er ástand göngustíga í Jökulsárgljúfrum nokkuð gott og allar leiðir greiðfærar. 

Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 19.5.2017

Færð á gönguleiðum:


Dettifoss vestan ár:

Stígar eru að mestu orðnir þurrir og gönguleiðir að fossunum er því orðnar greiðfærar, enn er þó lokað niður í Fosshvamm vegna snjóa. Þá er gönguleiðin um Hafragilsundirlendi einnig lokuð.  

Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 4.5.2017

Færð á vegum:

Færð á vegi 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: Greiðfært

Færð á vegi inn í Ásbyrgi: Greiðfært  

Akstursbann er á öðrum vegum við Jökulsárgljúfur og á hálendinu.

Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 2.5.2017

Færð á vegum:

Færð á vegi 862 frá þjóðvegi að Dettifossi vestan ár: Greiðfært er að Dettifossi en vegur að Hafragilsfossi er lokaður vegna bleytu.

Færð á vegi inn í Ásbyrgi: Greiðfært  

Aðrir vegir eru ófærir.

Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 7.4.2017

Athugið: Á þessum árstíma geta aðstæður breyst mjög hratt og því er vert að benda ferðafólki á að fylgjast vel með veðri og færð á heimasíðum Vegagerðarinnar og Veðurstofu Íslands.     


Færð á vegum:

Færð á vegi 862 frá þjóðvegi að Dettifossi vestan ár: Vegurinn er svo til auður.

Samkvæmt veðurspá er von á norðanátt, kólnandi veðri og snjókomu næstu daga. Við þessar aðstæður getur fljótt orðið mikil blinda á Detttifossvegi, sérstaklega nyrst á honum.

Færð á vegi inn í Ásbyrgi: Greiðfært  

Aðrir vegir eru ófærir

Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 5.4.2017

Færð á vegum:

Færð á vegi 862 frá þjóðvegi að Dettifossi vestan ár: Klakahella er á veginum og stöku snjóskafl en fært er fyrir alla bíla.

Færð á vegi inn í Ásbyrgi: Snjóþekja er á veginum en fært fyrir alla bíla.  

Aðrir vegir eru ófærir

Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 3.4.2017

Athugið. Veðurstofa Íslands spáir stormi á Norður-, Austur- og Suðausturlandi á morgun.       

Færð á vegum:

Færð á vegi 862 frá þjóðvegi að Dettifossi vestan ár: Greiðfært

Færð á vegi inn í Ásbyrgi: Greiðfært.   

Aðrir vegir eru ófærir

 

Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 27.3.2017

Færð á gönguleiðum:

Dettifoss vestan ár:

Flughálka er á bílastæðinu við Dettifoss og fólk er því beðið um að sýna aðgát. Gönguleiðin liggur yfir Sanddalinn, hún er vel merkt og vegalengd frá bílastæði að útsýnisstað við Dettifoss er um 1 km, alls um 2 km fram og til baka. Slóðin er öll hörð og svell tekin að myndast á stöku stað. Mikilvægt er að fólk fylgi merktum gönguleiðum og mælt er með notkun mannbrodda.

Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 24.3.2017

Færð á vegum:

Færð á vegi 862 frá þjóðvegi að Dettifossi vestan ár: Vegurinn var opnaður aftur 23. mars, snjór er á honum og víða klakabunkar. Spáð er hlýnandi veðri á næstu dögum og þá er líklegt að flughálka verði á veginum.

Færð á vegi inn í Ásbyrgi: Hálkublettir eru á veginum.

Aðrir vegir eru ófærir 

Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 13.3.2017

Færð á vegum:

Færð á vegi 862 frá þjóðvegi að Dettifossi vestan ár: Þæfingur er á veginum og dálítill skafrenningur að svo stöddu. Veðurstofa Íslands spáir snjókomu og stormi í nótt og þá er líklegt að vegurinn verði ófær fyrir fólksbíla. Að svo stöddu er engin vetrarþjónusta á veginum.

Færð á vegi inn í Ásbyrgi: Snjóþekja er á veginum en fært fyrir alla bíla

Aðrir vegir eru ófærir

Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 3.3.2017

Færð á vegum:

Færð á vegi 862 frá þjóðvegi að Dettifossi vestan ár: Snjóþekja er á veginum, aðeins sporótt en fært fyrir alla bíla.

Færð á vegi inn í Ásbyrgi: Snjóþekja er á veginum er fært fyrir alla bíla

Aðrir vegir eru ófærir

Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 20.2.2017

Færð á gönguleiðum:


Dettifoss vestan ár:

Búið er að færa gönguleiðina aftur yfir Sanddalinn, hún er vel merkt og vegalengd frá bílastæði að útsýnisstað við Dettifoss er um 1 km, alls um 2 km fram og til baka. Það er gott vetrarfæri að svo stöddu, lítil sem engin hálka og slóðin er vel troðin. Með breyttu hitastigi geta þó aðstæður breyst skjótt þar sem klakabunkar eru undir nýföllnum snjó.

Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 15.2.2017

Færð á gönguleið að Dettifossi vestan ár:

Á gönguleiðinni er mikil hálka og notkun mannbrodda er algerlega nauðsynleg. Á milli svella er vatn, krapi eða snjór á gönguleiðinni. Með breyttu hitastigi breytast aðstæður skjótt. Vegalengd frá bílastæði að útsýnisstað við Dettifoss er um 1500m, alls 3 km fram og til baka við erfiðar aðstæður.

Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 10.2.2017

Aðstæður á gönguleið frá bílastæði að Dettifossi vestan ár:


Gönguleiðin er vel merkt og hefur verið færð vegna krapa suður fyrir Sanddalinn að Selfossi og liggur svo þaðan að Dettifossi. Göngufæri er þungt og aðstæður mjög erfiðar. Snjór er blautur, víða eru djúpir krapapyttir og það er auðveldlega hægt að sökkva í krapa upp að hné.


ATH. Aðstæður geta breyst mjög hratt þessa dagana. 

Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 3.2.2017

Aðstæður við Dettifoss:

Mjög hált er á Dettifossvegi alla leið en að öðru leyti greiðfært. Gönguleiðir að fossinum eru sömuleiðis vel færar að því undansildu að þær eru mjög hálar og mannbroddar eru því nauðsynlegir. 

Eitt þurrsalerni er opið.


Aðstæður í Ásbyrgi:

Hálkublettir eru á Ásbyrgisvegi, svellbunkar á köflum en fært fyrir alla bíla inn úr. Hjarn er á gönguleið, víða mikil hálka og því mælt með notkun mannbrodda.


Gljúfrastofa er opin alla daga 11-15.


Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 26.1.2017

Þunn snjóþekja er á suðurhluta Dettifossvegar og launhált undir. Vegurinn áfram norður í Ásbyrgi er ófær. Hálkublettir eru á Ásbyrgisvegi, svellbunkar á köflum. Þó ætti að vera fært fyrir flesta bíla inn úr. Lesa meira

Ásbyrgi - 26.1.2017

Á FB-síðu Jökulsárgljúfra má nú finna myndir sem sína aðstæður í Ábyrgi nú rétt fyrir hádegi í dag: 
www.facebook.com/Jokulsargljufur/ Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 17.1.2017

Mikil hálka við Dettifoss: Dettifossvegur (862) opnaðist í gær, milli foss og þjóðvegar 1. Landvörður fór að fossinum í dag. Aðstæður eru sem hér segir:

Lesa meira

Dettifoss - aðstæður - 8.6.2016

Færð á vegum:

Færð á vegi 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: Greiðfært. 
Færð á vegi 862 frá Ásbyrgi að Dettifossi: Ófært.
Færð á vegi 864 (Hólssandur): Opnaðist 8. júní
Hálendisvegir: Ófært og allur akstur bannaður.
Lesa meira

Dettifoss - aðstæður - 6.6.2016

Aðstæður á gönguleið frá bílastæði að Dettifossi vestan ár:

Gönguleiðin að Dettifossi er komin á sumarstíga en nokkrir 5-10 m skaflar eru þó enn á leiðinni. Stígurinn að Selfossi er lokaður en stefnt er að því að opna hann í vikunni. Leiðin niður í Fosshvamm er lokuð. Undanfarna daga hefur verið viðvarandi austanátt og því hefur úðinn af fossinum legið yfir útsýnispallinn og stígar þar í kring eru því mjög sleipir og blautir. Mikilvægt er að fólk sé í góðum gönguskóm ef það ætlar að leggja leið sína um það svæði.


Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 25.5.2016

Færð á vegum:
Færð á vegi 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: Greiðfært. Allur akstur er bannaður að Hafragilsfossi vegna aurbleytu og hættu á skemmdum.
Færð á vegi 862 frá Ásbyrgi að Dettifossi: Ófært.
Færð á vegi 864 (Hólssandur): Ófært.
Hálendisvegir: Ófært og allur akstur bannaður.

Aðstæður á gönguleið frá bílastæði að Dettifossi vestan ár:

Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 17.5.2016

Færð á vegum:
Færð á vegi 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: Greiðfært.
Færð á vegi 862 frá Ásbyrgi að Dettifossi: Ófært.
Færð á vegi 864 (Hólssandur): Ófært.
Hálendisvegir: Ófært og allur akstur bannaður.

Aðstæður á gönguleið frá bílastæði að Dettifossi vestan ár:
Gönguleiðin að útsýnispallinum norðan við Dettifoss er að mestu á snjó og um 1000 m löng(aðra leið). Þessa dagana eru aðstæður mjög breytilegar, fyrir hádegi er slóðin ennþá þétt og frosin, hún getur verið hál en auðvelt er að ganga eftir henni. Eftir hádegi mýkist hún upp og færið þyngist. Þar sem fossúðann leggur yfir er blautt og sleipt. Afar mikilvægt er að fólk noti grófbotna gönguskó
Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 13.5.2016

Vegur 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: Greiðfært.
Gönguleiðin að útsýnispallinum norðan við Dettifoss er á snjó og um 1000 m löng(aðra leið). Snjórinn er farinn að mýkjast og færð farin að þyngjast. Mikilvægt er að fólk sé í grófbotna gönguskóm þar sem víða getur verið sleipt. Næst útsýnispallinum hafa myndast krapapollar á leiðinni og búið er að brúa þá eins og hægt er með plönkum. Snjórinn hefur minnkað mikið við Selfoss og víða eru komnir pollar. Leysingar eru hafnar og aðstæður breytast hratt, gróður er afar viðkvæmur við þessar aðstæður og því er fólk beðið um að fylgja merktum leiðum. 
Lesa meira

Dettfoss og Ásbyrgi - aðstæður - 11.5.2016

Vegur 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: Greiðfært.

Gönguleiðin að útsýnispallinum norðan við Dettifoss er á snjó og um 1000 m löng(aðra leið). Snjórinn er farinn að mýkjast og færð farin að þyngjast, mælt er með því að fólk noti grófbotna skó því að víða getur verið sleipt. Næst útsýnispallinum hafa myndast krapapollar á leiðinni en búið er að brúa þá eins og hægt er með plönkum. Snjórinn hefur minnkað mikið við Selfoss og víða eru komnir pollar. 
Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 9.5.2016

Vegur 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: Vegurinn er auður og fær fyrir alla bíla. 

Gönguleiðin að útsýnispallinum norðan við Dettifoss er á snjó og um 1000 m löng(aðra leið). Hún er orðin vel þjöppuð en þó farin að mýkjast, víða getur verið sleipt fyrir fólk á sléttbotna skóm. Hin leiðin að Dettifossi, þar sem farið er eftir sumarstígnum fram að brún rétt vestan við Dettifoss, er einnig opin (hún er ekki merkt með vetrarstikum) og þá styttist leiðin um 200 m (aðra leið). Þar sést aðeins yfir helminginn af fossinum, þar sem að ís og snjóhengja byrgja sýn. Slóðin að Selfossi er mun minna troðin og því er færð þyngri þá leiðina. Þessa dagana er gróður sérstaklega viðkvæmur þar sem frost er að fara úr jörðu og því er fólk beðið um að fylgja merktum leiðum. 

Lesa meira

Dettifoss - aðstæður - 7.5.2016

Vegur 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár:Karp er á veginum og enn eru mikil snjógöng við hann. Þessar aðstæður valda því að vegurinn er ekki alls staðar í fullri breidd og fólk er því beðið um að sýna aðgát þegar að bílar mætast.  Lesa meira

Dettifoss - aðstæður - 7.5.2016

Ófært er að Dettifossi að svo stöddu. Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 4.5.2016


Vegur 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár:
 Vegurinn er auður en enn eru mikil snjógöng við hann, ef vind hreyfir eitthvað er líklegt að hann verði ófær fyrir fólksbíla.

Gönguleiðin að útsýnispallinum norðan við Dettifoss er um 1000 m(aðra leið) og hún er nú orðin vel troðin. Hin leiðin að Dettifossi, þar sem farið er eftir sumarstígnum fram að brún rétt vestan við Dettifoss er einnig opin (hún er ekki merkt með vetrarstikum) og þá styttist leiðin um 200 m(aðra leið). Þaðan sést aðeins yfir helminginn af fossinum, þar sem að ís og snjóhengja byrgja sýn. Næst Selfossi eru klappir og steinar að koma upp úr snjó á stígnum og þar er vert að fólk sýni aðgát.
Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 29.4.2016

Vegur 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: Búið er að ryðja snjó af veginum og hann er nú opinn. Mikil snjógöng eru við veginn og víða geta leynst hálkublettir.

Aðstæður eru erfiðar á gönguleiðinni við Dettifoss. Slóðin er enn ótroðin, göngufæri er þungt, snjór nær upp fyrir ökkla og á stöku stað upp að hné. Búið er að opna leiðina aftur að útsýnispallinum norðan við Dettifoss og sú leið er nú 1000 m aðra leið. Hin leiðin að Dettifossi verður áfram opin. 
Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 29.4.2016

Ófært er að Dettifossi.

Í Ásbyrgi er rúmlega 30 cm jafnfallinn snjór á veginum og aðeins fært fyrir jeppa. Mikill snjór er á gönguleiðum. 

Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 26.4.2016

Vegur 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: Vegurinn er auður.

Vegna gróðurverndar og mikillar aurbleytu hefur leiðinni að útsýnispallinum norðan við Dettifoss nú verið lokað. Búið er að stika aðra leið að útsýnisstað vestan við Dettifoss (við Fosshvamm). Snjór er á allri gönguleiðinni og slóðin er nokkuð vel troðin, að morgni dags er slóðin yfirleitt frosin en mýkist upp er líður á daginn. Leiðin að Selfossi er vel troðin og fossinn skartar sínu fegursta þessa dagana. Leiðin að Dettifossi er um 1,6 km fram og til baka, en ef hringurinn að Selfossi er einnig genginn verður leiðin um 2,5 km.
Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 22.4.2016

Vegur 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: 
Vegurinn er orðinn auður og þurr, þó svo að enn séu mikil snjógöng í vegköntum. 

Gönguaðstæður eru góðar og slóðin er orðin vel troðin. Gönguleiðin er þakin snjó alla leið nema síðustu 30 m að útsýnispallinum en þar getur verið hált vegna bleytu í stígnum. Á þessum tíma er gróðurþekjan sérstaklega viðkvæm og því er afar mikilvægt að fólk fylgi merktri leið. Snjór er farinn að bráðna í kringum stóra steina á gönguleiðinni að Selfossi, þar getur verið auðvelt að stíga niður úr snjónum og því er vert að fólk sýni aðgát. Leiðin að Dettifossi er um 800 m aðra leið en ef hringur að Selfossi er einnig genginn verður leiðin um 3 km.  
Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 19.4.2016

Vegur 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: 
Búið er að opna veginn að Dettifossi en það eru þó enn mikil snjógöng á honum. Vegurinn er ekki alls staðar í fullri breidd og því þurfa ökumenn að sýna aðgæslu.

Gönguaðstæður eru frekar erfiðar, nýfallinn snjórinn treðst illa og fólk sekkur upp að ökkla. Slóðin að Dettifossi er sem fyrr um 800m löng.
Lesa meira

Dettifoss - aðstæður - 18.4.2016

Ófært er að Dettifossi. Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 14.4.2016

Veðurstofa Íslands spáir norðanátt og snjókomu um næstkomandi helgi og því geta aðstæður breyst hratt. Fólk er því vinsamlegast beðið um að fylgjast vel með veðurspá og færð á vegum.

Vegur 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: Vegurinn er orðinn auður en dregið hefur snjó inn á hann öðru megin og vert er að hafa það í huga þegar að umferð kemur á móti.
 
Gönguaðstæður eru nú með besta móti. Slóðin að Dettifossi er sem fyrr um 800m löng, hún er orðin vel troðin en á síðustu 50m að útsýnispallinum er hún farin að blotna upp vegna hlýnandi veðurs. Á þessum tíma er gróðurþekjan sérstaklega viðkvæm og því afar mikilvægt að fólk fylgi merktri leið. Að Selfossi er slóðin vel troðin en nokkuð óslétt, hún er um 600m.
Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 11.4.2016

Vegur 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: Vegurinn er orðinn auður en dregið hefur snjó inn á hann öðru megin og vert er að hafa það í huga þegar að umferð kemur á móti. 

Gönguaðstæður eru nú með besta móti. Slóðin að Dettifossi er sem fyrr um 800m löng, hún er orðin vel troðin en á síðustu 50m að útsýnispallinum er hún farin að blotna upp vegna hlýnandi veðurs. Á þessum tíma er gróðurþekjan sérstaklega viðkvæma og því er afar mikilvægt að fólk fylgi merktri leið. Að Selfossi er slóðin vel troðin en nokkuð óslétt, hún er um 600m. 
Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 4.4.2016

Vegur 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: Vegurinn er næstum orðinn þurr en klakabunkar eru enn á stöku stað. 

Gönguleið frá bílastæði að Dettifossi er orðin mjög troðin, nokkuð óslétt og víða er farin að myndast hálka. Í jaðri gönguleiðarinnar sekkur fólk um 20 cm ofan í snjóinn. Troðinn snjór er á útsýnispallinum en engin hálka. Leiðin að Selfossi er orðin mjög óslétt, bráðnað hefur frá steinum á stöku stað og vatn er undir snjónum næst fossinum. 
Lesa meira

Dettifoss - aðstæður - 1.4.2016

Ekki verður rutt að Dettifossi í dag, en Vegagerðin mun skoða aðstæður til moksturs eftir hádegi á morgun, laugardag. Vinsamlegast fylgist með uppfærslu stöðunnar á vef Vegagerðarinnar: 

http://www.vegagerdin.is/ferdaupplysingar/faerd-og-vedur/nordurland-eystra/austurl1.html
Lesa meira

Dettifoss - aðstæður - 1.4.2016

Ófært er að Dettifossi að svo stöddu. Lesa meira

Dettifoss-aðstæður - 28.3.2016

Vegur 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: Snjóþekja/krapi.

Gönguleið frá bílastæði að Dettifossi er vel merkt, á góðu og vel troðnu undirlagi – en 20 cm lausamjöll ofaná sem ætti að verða vel þjöppuð undan fjöldanum innan skamms. Mikilvægt er að fólk fylgi merktri gönguleið.
Lesa meira

Dettifoss - aðstæður - 14.3.2016

Mikinn snjó hefur tekið upp á veginum frá því fyrir helgi - en enn hálkublettir á köflum og snjóruðningar sem gera veginn einbreiðan. 
Á gönguleið er slóðin enn betur troðin, en sé farið út fyrir hana - sökkva menn upp í hné. Því er fólki ráðlagt að fylgja merktri gönguleið. Lesa meira

Dettifoss - aðstæður - 11.3.2016

Vegur að Dettifossi hefur nú verið ruddur en á honum eru hálkublettir. Vegurinn er ekki allsstaðar í fullri breidd, svo ökumenn þurfa að sýna aðgæslu. 
Gönguleið að Dettifossi er almennt orðin vel orðin troðin á hjarninu.
Lesa meira

Dettifoss að vestan - staðan - 24.2.2016

Vegagerð metur snjóalög við Dettifossveg þannig að þrátt fyrir að rutt yrði, myndi lausamjöll koma í veg fyrir að sú opnun stæði svo nokkru næmi. Því er ekki áætlaður mokstur næstu daga. Þegar aðstæður breytast, komum við þeim upplýsingum áleiðis. Lesa meira

Dettifoss-aðstæður - 15.1.2016

Vegur hefur verið ruddur, en skafrenningur er sem stendur svo færð gæti breyst, fylgist með á vef Vegagerðar. Rútur gætu lent í vandræðum með að snúa við, vegna ruðninga á bílastæði. Minnt skal á að akstur á snjó utan vega er óheimill í Jökulsárgljúfrum.

Á gönguleið er ofan á þéttu undirlagi um 20cm púðursnjór og mjög léttur, svo lítið þarf til að hann renni í skafla. Gönguleið er stikuð að útsýnispalli og lokað niður í fosshvamm vegna ísingar.
Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 6.1.2016

Þæfingur er á vegi 862 frá þjóðvegi að Dettifossi vestan ár. Athugið að líkt og fyrri ár ráðgerir Vegagerðin að þjónusta ekki þennan veg frá janúar og fram í mars.

Göngufæri að Dettifossi er með besta móti núna, snjórinn á gönguleiðinni er sléttur og þéttur í sér og engin hálka. Þó skal alltaf fyllstu varúðar gætt við gljúfurbarm. 
Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - vegir ófærir en fínt skíðafæri! - 18.12.2015

Vegir í Ásbyrgi og að Dettifossi eru ófærir og vegna veðurspár ekki von um mokstur í bráð. Skíðafæri er aftur á móti mjög gott - og rétt að minnast á ferðaþjónustuaðila sem bjóða ferðir á breyttum jeppum. Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 11.12.2015

Færð á vegi 862 frá þjóðvegi að Dettifossi vestan ár: 
Vegurinn var ruddur í gær en  mikill klaki er á honum en meðan kuldinn helst er hann sæmilega stamur. Bílastæðið var ekki rutt en á að vera nóg pláss á veginum til að leggja (stæðið verður væntanlega rutt í dag).  Miðað við veðurspá og snjóalög ætti vegurinn að geta haldist opinn næstu vikuna. Ferðafólki skal þó ávallt bent á að fylgjast med veðri og færð áður en lagt er í hann.
Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi-aðstæður - 3.12.2015

Ófært er að Dettifossi (frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár) og gefa veðurhorfur ekki tilefni til moksturs fyrr en á þriðjudag. Ferðaþjónustuaðilar bjóða ferðir að Dettifossi á breyttum jeppum.

Í Ásbyrgi er mikill snjór og ófært nema breyttum jeppum. Snjór er mjög djúpur og erfiður yfirferðar nema á gönguskíðum – en færi til slíkrar iðju verður varla betra! 
Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 24.11.2015

Færð á vegum:

Færð á vegi 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: Mikill klakabunki er á veginum og mjög hált. Sérstakrar varúðar skal gætt þar sem snjó hefur rennt inn á veginn, við þessar aðstæður er sérstaklega mikil hálka og þar er því auðvelt að missa stjórn á ökutækjum.

Færð í Ásbyrgi: Klakabunki á veginum, sporótt og einungis fært jeppum.

Aðrir vegir ófærir.


Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 17.11.2015

Færð á vegum:

Færð á vegi 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: Þæfingur og mikill krapi, frekar erfiðar aðstæður.

Færð á vegi 862 frá Ásbyrgi að Hljóðaklettum: Vegaframkvæmdir í gangi, seinfarið vegna sandkafla (tengt vegagerð) og mikilla þvottabretta með stórum holum. Krefst fjórhjóladrifinna jeppa.

Færð á vegi 862 frá Hljóðaklettum að Dettifossi: Þungfært að svo stöddu og vegurinn mun lokast fljótt við aukna snjókomu.

Færð á vegi 864 (Dettifoss austan ár): Ófært.

Færð á hálendi: Ófært.


Lesa meira

Aðstæður við Jökulsárgljúfur - 23.10.2015

Dettifossvegur(vegur 862)
Vegur 862(frá Ásbyrgi að Dettifossi) er einungis fær fjórhjóladrifnum jeppum. Hann er mjög holóttur, seinfarinn og þakinn nýföllnum snjó –  í augnablikinu er skafrenningur á þessum slóðum. Krap u.þ.b. tomma á þykkt er á veginum frá Dettifossi suður að vegi nr. 1 og víða hálka , þessi leið er fær öllum bílum.
Stígar að Dettifossi og Selfossi eru þaktir krapasnjó, víða sleipt. 
Lesa meira

Norðurhálendi-aðstæður - 5.10.2015

Engin þjónusta er lengur á hálendinu norðan Vatnajökuls. Vegir hafa verið merktir "þungfærir" og ferðafólki sem ekki er mjög vant hálendisferðum bent á að nýta sér ferðir ferðaþjónustuaðila á svæðið, nánari upplýsingar hjá Mývatnsstofu. Lesa meira

Aðstæður á vegi 862 við Jökulsárgljúfur - 2.9.2015

Vegaframkvæmdir eru hafnar á næsta áfanga vegar nr. 862 við Jökulsárgljúfur. Leiðin er aðeins fær fjórhjóladrifnum bílum. Lesa meira

Opnun vega á hálendinu norðan Vatnajökuls - 2.9.2015

Búið er að opna eftirfarandi vegi á hálendinu norðan Vatnajökuls:

- Vegur um Dyngjufjalladal
- Dyngjufjallaleið F910 í Nýjadal
- Vegur um Flæður að bílastæði. Þaðan er hægt að sjá nýju gígana, 12 km frá vestari gönguleið um hraunið. Þaðan er hins vegar lokað inn á Gæsavatnaleið og ekki heimilt að ganga að/á gígunum vegna viðkvæmra hraunmyndanna og hættu á gasmengun.
Lesa meira

Aðstæður norðan Vatnajökuls - 5.8.2015

Vað á Lindaá á Öskjuleið (F88) er með besta móti. Jeppafært er í Snæfell. Sprengisandur vel fær ef farið er að leiðbeiningum við pytti norðan Nýjadals. Ófært og allur akstur bannaður milli Nýjadals og Öskju.
Mikill snjór á gönguleið í Öskju, gönguleiðir stikaðar við "Holuhraun" og fjölbreytt fræðsla í boði. Lesa meira

Upplýsingar um aðstæður á hálendinu norðan Vatnajökuls - 26.7.2015

Lindaá við Herðubreiðarlindir (vegur F88): 
Vaðið á Lindaánni er enn til leiðinda. Það er ekki djúpt en botninn er mjög laus í sér og því er hætta á að eindrifsrútur, bílar með kerrur og jepplingar lendi í vandræðum á þessum stað. Öruggara er að beina þessum bílum austan ár um Möðrudal. Vert er að geta þess að aðstæður við vaðið breytast hratt og upplýsingar eru því uppfærðar reglulega.

Vegur í Öskju (vegur F894 milli Dreka og Vikraborga/Öskju):
Búið er að ryðja síðustu 2 km upp á bílastæðið við Vikraborgir/Öskju. Gangan að Víti er 2,5 km hvora leið og snjórinn á þessari leið er blautur, háll og þungur. Leyfilegt er að ganga niður að Öskjuvatni sjálfu en ekki er mælt með því að fólk dvelja þar langdvölum. Ef vart er við skriðuföll skal umsvifalaust snúið frá vatninu, ofar í landið. 
Lesa meira

Upplýsingar um aðstæður á hálendinu norðan Vatnajökuls - 24.7.2015

Lindaá við Herðubreiðarlindir (vegur F88):Vaðið á Lindaá hefur verið til leiðinda undanfarið. Eftir að möl var keyrt í vaðið til að grynnka það, hefur botninn verið mjög laus í sér og hætta fyrir jepplinga sem og mjög þunga bíla (jafnvel með kerrur) að festa sig. Vonir standa til að eftir því sem dagarnir líða muni undirlagið þéttast og vaðið verði betra. Næstu daga er öruggara að beina jepplingum og þyngstu bílnum austan ár um Möðrudal.

Vegur í Öskju (vegur F894 milli Dreka og Vikraborga/Öskju):Vegagerð áætlar að moka síðustu 2 km að bílastæði við Vikraborgir/Öskju og ljúka því verki n.k. föstudag. Þá verður gangan að Víti 2,5 km hvora leið (í blautum snjó).

Lesa meira

Askja - aðstæður - 30.6.2015

Í gær var rutt að ,, neðra horni´´ í Öskju. Þaðan er 2 km gangur í blautum snjó að Vikraborgum. Frá Vikraborgum eru hefðbundnir 2,5 km að Víti og Öskjuvatni í blautum snjó. Ferðaþjónustuaðilar bjóða ferðir alla leið að Vikraborgum,  Lesa meira

Upplýsingar um færð á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs - 25.6.2015

Færð á vegum:


Færð á vegi 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: Greiðfært.

Færð á vegi 862 frá Ásbyrgi að Dettifossi vestan ár: Greðifært. Vegaframkvæmdir í gangi á milli Ásbyrgis og Vesturdals.

Færð á vegi 864 (Dettifoss austan ár): Greiðfært. 
Færð á Öskjuleið, F88/F910: Opnun í Drekagil áætluð í fyrramálið, föstudag. Mikill snjór er ofan Drekagils og ljóst að ekki verður mögulegt að ryðja nema um 2 km af þeim 8 sem eru frá Drekagili að Vikraborgum í Öskju. Mikil bleyta er sem stendur á svæðinu frá Drekagili að nýja-Holuhrauni“ og ekki hægt að komast að nýja hrauninu fyrst um sinn.

Færð á Sprengisandi: Mjög mikill snjór, sérstaklega á sunnanverðum Sprengisandi. Aðstæður verða kannaðar í þarnæstu viku. 


Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi-aðstæður - 2.6.2015

Snjókoma eða slydda hefur verið við Dettifoss í dag, en hiti rétt yfir frostmarki. Vegur að fossinum er greiðfær og snjólaus en 2-10cm nýsnævi á gönguleið og hált við gljúfurbarma vegna þjappaðs nýsnævis. Í Ásbyrgi er snjór farinn af gönguleiðum, nema niður við Botnstjörn. Jeppafært er í Vesturdal. Lesa meira

Upplýsingar um færð á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. - 27.5.2015

Aðstæður á gönguleið frá bílastæði að Dettifossi vestan ár:

Snjó hefur tekið hratt upp. Stöku skaflar eru eftir, undir 100m langir í heildina. Hefðbundin gönguleið að fossinum hefur nú verið opnuð, að undanskildum einum stað þar sem hún er leidd um klettahaft vegna snjólofta.


Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 18.5.2015

Aðstæður á gönguleið frá bílastæði að Dettifossi vestan ár eru frekar krefjandi. Snjó hefur tekið upp á köflum en á meirihluta gönguleiðar er blautur snjór og krapablár farnar að myndast. Vegna þess hefur leiðin verið stikuð framhjá pyttunum og þar með orðin 1km hvora leið. Í slíku færi er það þungt fólki sem á erfitt með gang og ber að hafa það í huga við leiðbeiningar, sérstaklega til eldra fólks. Góður skóbúnaður nauðsynlegur


Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 14.5.2015

Aðstæður við Dettifoss:

Færð á gönguleið: Vel troðin slóð sem er aðeins farin að linast en þó ekki farin í krap. Greiðfært fyrir vel skóað fólk sem getur gengið í ójöfnum snjó. Gönguleiðin er merkt með rauðum snjóstikum


Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi-aðstæður - 12.5.2015

Gönguleið að Dettifossi vel troðin en hál. Í Ásbyrgi er blautur snjór á gönguleiðum, mikill snjór við Botnstjörn og víða hálka. Lesa meira

Hálendisvegir-allur akstur bannaður - 8.5.2015

Vegagerð hefur nú lokað hálendisvegum, allur akstur bannaður vegna voraðstæðna.

Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 8.5.2015

Varasamar aðstæður á Dettifossvegi vegna hálku og snjós. Fólksbílafært inn í botn í Ásbyrgis.


Á gönguleið að Dettifossi er ökkladjúpur snjór en stöku skafl í hné, þegar lægir ætti fljótt að troðast góð leið. Á gönguleiðum í Ásbyrgi er nýsnævi upp í kálfa en harður snjór í sköflum þar undir.
Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 8.5.2015

Vegir: Varasamar aðstæður á Dettifossvegi vegna hálku og snjós. Fólksbílafært inn í botn í Ásbyrgis.

Á gönguleið að Dettifossi er ökkladjúpur snjór en stöku skafl í hné, þegar lægir ætti fljótt að troðast góð leið. Á gönguleiðum í Ásbyrgi er nýsnævi upp í kálfa en harður snjór í sköflum þar undir.
Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður  - 29.4.2015

Færð á vegum:
Færð á vegi 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: Búið er að opna veginn aftur, snjóþekja er enn á honum en hún bráðnar þó hratt í sólinni.
Færð á vegi 862 frá Ásbyrgi að Dettifossi: Ófært.
Færð á vegi 864 (Hólssandur): Ófært.
Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 27.4.2015

Færð á vegum:
Færð á vegi 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: þungfært er sökum skafla á veginum og ekki er mælt með umferð nema að bílstjórar séu mjög vanir og á stórum jeppum. Vegagerðin mun athuga með snjóruðning á miðvikudag/fimmtudag, fer eftir veðri.
Færð á vegi 862 frá Ásbyrgi að Dettifossi: Ófært.
Færð á vegi 864 (Hólssandur): Ófært.
Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 25.4.2015

Færð á vegum:
Færð á vegi 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: þæfingur og hálka
Færð á vegi 862 frá Ásbyrgi að Dettifossi: Ófært
Færð á vegi 864 (Hólssandur): Ófært.
Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 21.4.2015

Færð á vegi 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: greiðfært. Afleggjari að Hafragilsfossi er lokaður vegna aurbleytu
Færð á vegi 862 frá Ásbyrgi að Dettifossi: Ófært.
Færð á vegi 864 (Hólssandur): Ófært.
Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 9.4.2015

Færð á vegum:
Færð á vegi 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: vegurinn er opinn og fær öllum bílum
Færð á vegi 862 frá Ásbyrgi að Dettifossi: Ófært
Færð á vegi 864 (Hólssandur): Ófært

Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 1.4.2015

Færð á vegi 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: Krapi og snjóþekja
Færð á vegi 862 frá Ásbyrgi að Dettifossi: Ófært
Færð á vegi 864 (Hólssandur): Ófært

Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 26.3.2015

Færð á vegi 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: Hált
Færð á vegi 862 frá Ásbyrgi að Dettifossi: Ófært
Færð á vegi 864 (Hólssandur): Ófært
Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 13.3.2015

Færð á vegi 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: Hálka. Líklega hættulegar aðstæður á morgun 14.mars; Flughált og mikið hvassviðri.

Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 9.2.2015

Gönguleiðin að Dettifossi að vestan er víða svelli þakin og aðstæður til göngu erfiðar. Að morgni dags eru svellin mjög óslétt og hál en er líður á daginn mýkist hjarnið og þá skapast sú hætta að stigið sé í gegnum það. Stutt er í krapapolla undir svellinu og fólk getur bleytt sig. Gengið er beint að útsýnisstað norðan við Dettifoss vegna hættulegra svellalaga ofan við fosshvamminn. Nálægt gljúfrinu er svellað og það er því mælt með broddum. Lesa meira

Ásbyrgi-aðstæður - 2.2.2015

Mjög þungfært er orðið á vegi 861 inn í Ásbyrgi Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 9.1.2015

Gangan að Dettifossi að vestan er um 800m á glerhörðu hjarni, hált á stöku stað. Gengið er beint að útsýnisstað norðan Dettifoss vegna hættulegra svellalaga ofan við fosshvamminn. Nálægt gljúfrinu er svellað og mælt með broddum. 

Lesa meira

Áfram flughálka við Dettifoss - 5.12.2014

Nýfallinn snjór er á gönguleiðum og víða mjög hált undir snjó. Flughált er við Dettifoss og mælt með notkun hálkubrodda. Lesa meira

Flughálka við Dettifoss! - 20.11.2014

Vegna umhleypinga nú og næstu daga er hált á gönguleiðum og flughált við Dettifoss. Mælt er með notkun hálkubrodda. Við Selfoss er varað við holklaka.. 

Lesa meira

Ekkert ferðaveður við Dettifoss - 21.10.2014

Ófært er að Dettifossi austan ár (vegur 864). Vegur 862 er ófær frá Ásbyrgi að Dettifossi vestan ár - en á sama vegi frá Dettifossi að þjóðvegi 1 er ekkert ferðaveður. Lesa meira

Lokað norðan Suðurárbotna vegna aurbleytu - 16.8.2014

Vegna aurbleytu er allur akstur bannaður í Botna að norðanverðu (á milli Krákárbotna og Suðurárbotna) og suður með Skjálfandafljóti að austanverðu (um Réttartorfu). Lesa meira

Gott aðgengi norðan og vestan Vítis - 25.7.2014

Aðgengi að Víti að norðan og vestan er gott og margir á ferðinni. Svæðið frá Víti að austurbarmi Dyngjufjalla og suður að vatnsborði Öskjuvatns er lokað af fyrrnefndum ástæðum.

Lesa meira

Askja - opið að Víti - 23.7.2014

Vegna flóðbylgju af Öskjuvatni í kjölfar skriðufalls 21. júlí kl 23.30 takmarkast umferð í Öskju við svæðið norðan Vítis. Ferðamenn eru beðnir að virða lokunarmerkingar en við þær er vöktun og upplýsingagjöf. Staðan verður endurmetin föstudaginn 25. júlí, þegar frekari rannsóknarniðurstöður liggja fyrir. Lesa meira

Jökulsárgljúfur - allar leiðir færar - 12.6.2014

Í Jökulsárgljúfrum eru allar gönguleiðir orðnar snjólausar að undanskildum einum skafli við Dettifoss austan ár sem ekki er farartálmi. Allir akvegir í Jökulsárgljúfrum eru nú færir. Lesa meira

Akstursbann norðan Vatnajökuls - 28.5.2014

Vegagerð hefur bannað allan akstur á hálendinu norðan Vatnajökuls vegna leysinga. Lesa meira

Jökulsárgljúfur - aðstæður - 28.5.2014

Á gönguleið frá Dettifossi í Ásbyrgi (32 km) er snjólítið en enginn á ferli. Vegur 862 frá Ásbyrgi í Vesturdal hefur verið opnaður, enn er lokað á milli Vesturdals og Ásbyrgis. Lesa meira

Dettifoss - góð færð - 28.5.2014

Færi að mestu mjög gott. Snjó hefur tekið hratt upp og er slóðin að mestu leyti orðin auð og þurr.  Lesa meira

Dettifoss - krapi! - 16.5.2014

Færi mjög erfitt þeim sem ekki eru góðir til gangs og ber að hafa það í huga við leiðbeiningar til ferðamanna, sérstaklega til eldra fólks. Upp hefur komið tilvik þar sem eldri maður örmagnaðist á miðri leið.

Lesa meira

Aðstæður í Skaftafelli - 7.5.2014

Allar gönguleiðir á láglendi í Skaftafelli eru greiðfærar um þessar mundir, og sama gildir um gönguleiðir að Svartafossi, Sjónarnípu og Sjónarskeri. Leiðin að Kristínartindum ofan Sjónarskers og Sjónarnípu er hins vegar lokuð vegna aurbleytu og snjóa. Lesa meira

Dettifoss og Ásbyrgi - aðstæður - 23.4.2014

Aðstæður til gangs að Dettifossi eru góðar fyrir fullfríska. Gengið í snjó alla leið, efsta lagið blautt engar blár farnar að myndast. Snjólaust á brúnum gljúfurbarma en blautt. Ákveðnum svæðum hefur verið lokað vegna gróðurverndar, skerðir ekki útsýni að fossinum.

Talsverður snjór er á göngustígum í botni Ásbyrgis en tekur hratt upp, að öðru leyti er lítill snjór í byggð.
Lesa meira

Ásbyrgi - aðstæður - 14.4.2014

Vegur inn í Ásbyrgi hefur nú verið ruddur og er fólksbílafær, en klaki á honum innst. Mikill snjór er á göngustígum í botni Ásbyrgis en að öðru leyti er lítill snjór í byggð.  Lesa meira

Dettifoss - aðstæður - 14.4.2014

Lokið hefur verið við að ryðja, krapi eða snjóþekja á vegi. Aðstæður á gönguleið eru góðar, harður snjór og einungis lítil snjóþekja ofaná sem lætur undan. Gönguskór nauðsynlegir.  Lesa meira

Dettifoss - aðstæður - 7.4.2014

Aðstæður til gangs eru þokkalegar. Snjórinn er grófur og blautur – sem veldur því að maður rennur til í skrefinu, sem getur reynt á óvant göngufólk. Gönguskór eru  því nauðsynlegir, strigaskór duga skammt. Á brúnum gljúfurbarma er orðið autt og aðstæður því öruggari en oft áður, að því gefnu að fólk fylgi merkingum. Lesa meira

Gönguleiðin að Kristínartindum lokuð vegna aurbleytu - 7.4.2014

Gönguleiðin að Kristínartindum er nú ófær og lokuð ofan Sjónarskers og Sjónarnípu vegna aurbleytu. Lokunin er tímabundin og ræðst eingöngu af tíðarfari næstu daga og vikur. Lesa meira

Dettifoss - aðstæður - 3.4.2014

Færð á vegi 864 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: Vegurinn hefur verið ruddur, en sem stendur einungis bara í eina bílbreidd. Á köflum eru einbreið göng eru allt að 2m djúp og útsýni því lítið, því er rétt að biðja ökumenn að fara varlega.

Lesa meira

Aðstæður í Skaftafelli - 24.2.2014

Gönguleiðin að Skaftafellsjökli er greiðfær. Sæmilegt færi er frá Skaftafellsstofu að Magnúsarfossi en þaðan er nær samfelldur svellbunki að Svartafossi. Einnig eru svellbunkar á leiðunum upp frá Seli og Kvarnarkofalág og því vart fært að Svartafossi nema á broddum. Lesa meira

Dettifoss - aðstæður - 27.1.2014

Við gljúfurbarma er mikill ís sem er ýmist háll eða flugháll, ræðst af hitastigi og úrkomu hvern dag. Við þessar aðstæður skyldi enginn halda í ferð að Dettifossi nema með brodda (hálkubrodda). Þeim sem ekki eiga slíkt, er bent á að hálkubroddar eru til sölu í næstu þéttbýliskjörnum; Mývatnssveit eða á Egilsstöðum.

Lesa meira

Dettifoss - VARÚÐ! - 23.1.2014

Flughált er við gljúfurbarma, ófært nema fólki á broddum. Vegur flugháll.

Lesa meira

Dettifoss - aðstæður - 18.1.2014

Hált við gljúfurbarma og komnar snjóhengjur sem slúta fram yfir brúnir. Ferðamenn eru því beðnir að gæta ítrustu varúðar og fara ekki of nærri brúnum. Aðstæður geta breyst snögglega og orðið flughált.

Göngufæri er fremur hart en lætur hæfilega undan skrefi og er því prýðilegt miðað við vetraraðstæður.

Lesa meira