Ferðast um þjóðgarðinn
Description

Askja | Herðubreiðarlindir

Askja | Herðubreiðarlindir

ASK-Viti-P1040169-GOAskja í Dyngjuföllum og Herðubreiðarlindir eru vinsælir áfangastaðir ferðamanna á hálendinu norðan Vatnajökuls.

Frá bílastæði við Öskju (í Vikraborgum) er stikuð gönguleið að Víti og Öskjuvatni. Frá skálum FFA í Dreka ganga margir inn Drekagil og frá Herðubreiðarlindum geta vanir fjallamenn gengið á sjálfa Herðubreið. Ferðafélag Akureyrar býður einnig upp á fjölmargar gönguleiðir og skíðaferðir um hálendið.

HER-Herdubreid-P1040199-GOÁ sumrin fara landverðir í Öskju í fræðslugöngur og er gestum velkomið að taka þátt. Er það kjörin leið til að kynnast svæðunum betur.

Landvörslustöð í Drekagili:
Sími: 842 4357/ 842 4357
GPS hnit: N65° 02.514' W016° 35.691'


Ítarlegri fróðleik um Öskju er að finna hér

Gönguleiðakort fyrir Öskju

ASK-F910-P1040165-GOGönguleiðakort fyrir Herðubreiðarlindir

Askja / Herðubreiðarlindir - myndasafn

Vegasamgöngur

Vegur F88 liggur frá þjóðvegi 1 um Herðubreiðarlindir að Drekagili. Á leiðinni eru tvö vöð sem geta verið ófær minni jeppum. Frá Drekagili liggur vegur F894 að bílastæði nærri Öskju. Upplýsingar um ferðaþjónustuaðila sem bjóða upp á ferðir á svæðið má nálgast hjá www.visitmyvatn.is, www.east.is og www.visitakureyri.is

Gisting

Ferðafélag Akureyrar rekur tjaldsvæði og skála í Herðubreiðarlindum og við Drekagil nærri Öskju.

Fleiri skálar eru á hálendinu norðan Vatnajökuls sem nýst gætu ferðalöngum á svæðinu:

Dyngjufjalladalur: Þar er skáli Ferðafélags Akureyrar. Skálinn er opinn en panta þarf afnot og gistingu í skálanum hjá ferðafélaginu.
Kistufell: Þar er skáli sem Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit hefur umsjón með. Skálinn er opinn en hafa þarf samband við sveitina fyrir afnot af skálanum.
Gæsavötn: Þar er skáli Gæsavatnafélagsins. Skálinn er læstur og hafa þarf samband við félagið fyrir afnot af skálanum.
Bræðrafell: Þar er skáli Ferðafélags Akureyrar. Skálinn er opinn en panta þarf afnot og gistingu í skálanum hjá ferðafélaginu. Skálinn er ekki innan þjóðgarðsmarka og einungis er hægt að komast að skálanum gangandi.

Eldsneyti, matvara og veitingar

Í Öskju og Herðubreiðarlindum er hvorki veitingasala né matvöruverslun. Ferðamönnum er því ráðlagt að hafa meðferðis nægan mat til ferðalagsins. Ekki er heldur eldsneytissala. 

Veður og færð

Askja er á hálendi Íslands og þar geta verið miklir öfgar í veðurfari, einnig yfir sumartímann. Um Öskju gildir því sama regla og um hálendisferðir almennt, þ.e. að athuga vel veðurspá áður en haldið er af stað þangað uppeftir. Veðurspá fyrir miðhálendið má finna hér.

Engin veðurstöð er í Öskju. Næsta stöð er á Möðrudalsöræfum, en hafa ber í huga að hún er staðsett um 250 metrum lægra en nærsvæði Öskju. Veðurupplýsingar frá stöðinni á Möðrudalsöræfum og spá fyrir Norðausturland er hægt að nálgast hér.

Upplýsingar um ástand vega og ýmislegt fleira má finna á vef Vegagerðarinnar: