Ferðast um þjóðgarðinn
Description

Ferðast um þjóðgarðinn

Ferðast um þjóðgarðinn

ASK-Gonguleid-P1040167-GO Vatnajökulsþjóðgarður er víðfeðmur og nær til fjölmarga ferðamannastaða bæði á láglendi og hálendi.

Þjónusta við ferðamenn er breytileg milli staða, en alla jafna er hún meiri á láglendi en hálendi. Upplýsingum er miðlað til ferðamanna í gestastofum og á upplýsingaskiltum, eða þá með lifandi leiðsögn landvarða. Nýtist þá vel gott úrval gönguleiða í þjóðgarðinum.SKF-GO-Kristinartindar-120829

Þjóðgarðurinn rekur tjaldsvæði í Jökulsárgljúfrum, Skaftafelli, Blágiljum og Snæfelli. Gestir eru hvattir til að kynna sér þær umgengnisreglur sem gilda á tjaldsvæðum sem og í þjóðgarðinum öllum. Eins er brýnt, sérstaklega fyrir þá sem hyggjast ferðast um jökla og hálendið, að kynna sér vel aðstæður og huga að öryggismálum. Vatnajökulsþjóðgarður er þátttakandi í Safetravel verkefni Landsbjargar. 

Veður og færð

Á vef Veðurstofu Íslands og á Belgingi má finna góðar upplýsingar um veðurlag og veðurspár.

Á vef Vegagerðarinnar er að finna upplýsingar um færð á vegum og ástand vega