Um okkur
Description

Viðburðir

Ásbyrgi - Feti, ygla eða vefari?

Fetar, yglur og vefarar eru dæmi um mismunandi ættir fiðrilda. Frá árinu 2007 hafa farið fram fiðrildarannsóknir í Ásbyrgi á vegum Náttúrustofu Norðausturlands. Mánudagskvöldið 30. júlí mun Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur, kynna helstu niðurstöður rannsóknarinnar. Einnig gefst þátttakendum færi á að fara í stutta göngu að sýnatökustað og taka þátt í söfnun fiðrildanna. Dagskráin hefst á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi kl. 20.30 og tekur um 1,5-2 klst.