Um okkur
Description

Viðburðir

Vesturdalur - Páll og heiðarbýlið

  • 22.7.2017, 11:00

Skammt suður af Vesturdal liggur Svínadalur, harðbýl en grösug jörð þar sem búið var við fábrotnar aðstæður allt til 1946. Þarna tengdust maður og náttúra í samhljómi og átökum, í blíðu og stríðu. Fjölmargar mannvistarleifar og örnefni bera því vitni og segja sögu af horfnum heimi. Fáir þekkja betur til náttúru og sögu gljúfranna en Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir fyrrverandi þjóðgarðsvörður, og mun hún leiða okkur að Karli og Kerlingu, Kallbjargi og Svínadal áður en hringnum verður lokað í Vesturdal. Áætlaður göngutími er um 4 klst. Útbúnaður: Góðir skór, nesti, eitthvað að drekka og hlífðarfatnaður eftir því sem við á. Gangan hefst á bílastæðinu við Hljóðakletta kl. 11.00