Um okkur
Description

Viðburðir

Ásbyrgi - Dagur hinna villtu blóma

  • 16.6.2013

Dagur hinna villtu blóma verður næst haldinn sunnudaginn 16. júní árið 2013. Þann dag gefst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds, og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.
Í tilefni dagsins verður farið í blómaskoðun um Ásbyrgi og Skaftafelli. Gangan er farin í samvinnu við Flóruvini (www.floraislands.is). Gangan í Skaftafelli hefst við Skaftafellsstofu kl. 11:00. Gangan í Ásbyrgi hefst við Gljúfrastofu kl. 14:00.