Um okkur
Description

Umhverfisráðherra

Umhverfisráðherra

Umhverfisráðherra fer með yfirstjórn þjóðgarðsins og skipar stjórn hans og svæðisráð til fjögurra ára í senn. Ráðherra setur einnig reglugerð með nánari ákvæðum um málefni þjóðgarðsins eftir tillögu stjórnar og að lokinni kynningu fyrir sveitarstjórnum, landeigendum og öðrum hagsmunaaðilum. Umhverfisráðherra staðfestir Stjórnunar- og verndaráætlun en getur breytt tillögu stjórnar. Umhverfisráðherra fer með úrskurðarvald á stjórnsýslustigi um ákvarðanir stjórnar eða starfsmanna þjóðgarðsins sem teknar eru á grundvelli laganna og kæranlegar eru til umhverfisráðherra.