Um okkur
Description

Svæðisráð

Svæðisráð

Umhverfisráðherra skipar svæðisráð fyrir hvert rekstrarsvæði til fjögurra ára í senn. Í svæðisráði skulu sitja sex fulltrúar: þrír eru tilnefndir af sveitarstjórnum á svæðinu, einn sameiginlega af ferðamálasamtökum, einn fulltrúi útivistarsamtaka og annar frá umhverfisverndarsamtökum á svæðinu. Svæðisráð kýs sér formann og varaformann úr hópi sveitarstjórnarmanna. Formenn svæðisráðanna fjögurra sitja jafnframt í stjórn þjóðgarðsins.

Svæðisráðin gegna samráðshlutverki gagnvart sveitarstjórnum, landeigendum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Þau eru, hvert á sínu svæði, tengiliðir á milli stjórnar þjóðgarðsins og heimamanna og annarra hagsmunaaðila á rekstrarsvæðum þjóðgarðsins. Sem slík gegna svæðisráðin því hlutverki að tryggja mikilvæga aðkomu heimamanna og framlag þeirra til uppbyggingar og reksturs í þjóðgarðinum.

Svæðisráð gera tillögu til stjórnar um ráðningu þjóðgarðsvarða, hvert á sínu rekstrarsvæði. Þau eru stjórn og þjóðgarðsvörðum til ráðgjafar um málefni þjóðgarðsins. Þau vinna tillögu að verndaráætlun, hvert fyrir sitt svæði í samráði við Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands, sveitarstjórnir, landeigendur og aðra hagsmunaaðila á svæðinu. Svæðisráð eru ráðgjafar stjórnar og framkvæmdastjóra við gerð tillögu að rekstraráætlun sinna svæða innan þess fjárhagsramma sem stjórn ætlar þeim hverju sinni. Þjóðgarðsverðir sitja fundi svæðisráða.

Ráðherra getur með reglugerð kveðið nánar á um verkefni og starfsemi svæðisráða Vatnajökulsþjóðgarðs.