Um okkur
Description

Stjórn

Stjórn

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur umsjón með náttúruvernd í Vatnajökulsþjóðgarði og eru helstu verkefni hennar eftirfarandi:

  1. Stefnumótun í málefnum þjóðgarðsins.
  2. Yfirumsjón með gerð tillögu að verndaráætlun og reglugerðar fyrir þjóðgarðinn.
  3. Gerð fjárhagsáætlunar um rekstur þjóðgarðsins, ráðstöfun fjár til rekstrarsvæða og samþykkt rekstraráætlunar hvers svæðis.
  4. Samræming á starfsemi rekstrarsvæða þjóðgarðsins.
  5. Eftirlit með framkvæmd reglna þjóðgarðsins og verndaráætlunar.
  6. Samstarf við stofnanir, sveitarfélög og hagsmunaaðila um málefni þjóðgarðsins.
Ráðherra skipar stjórn en í henni skulu sitja sjö fulltrúar: formenn svæðisráða rekstrarsvæðanna fjögurra, einn fulltrúi tilnefndur af umhverfisverndarsamtökum og formaður og varaformaður, skipaðir af ráðherra án tilnefningar. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Einn fulltrúi, sem tilnefndur er af útivistarsamtökum, skal eiga áheyrnaraðild að fundum stjórnar.

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur yfirumsjón með náttúruvernd í garðinum. Hún fer með stjórn stofnunarinnar og mótar stefnu í málefnum þjóðgarðsins í samræmi við markmið laga um þjóðgarðinn og í samvinnu við fleiri aðila. Í því skyni hefur stjórnin yfirumsjón með gerð tillögu til umhverfisráðherra um Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn, að fengnum tillögum svæðisráða. Stjórnunar- og verndaráætlun er eitt helsta tæki stjórnar þjóðgarðsins til þess að ná markmiðum laga um þjóðgarðinn. Tillaga stjórnar að Stjórnunar- og verndaráætlun skal unnin í samráði við Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands. Stjórnin gerir jafnframt tillögu til ráðherra um reglugerð fyrir þjóðgarðinn.

Stjórn hefur umsjá með rekstri þjóðgarðsins, gerir fjárhagsáætlanir og ráðstafar fé til starfseminnar. Stjórn ræður framkvæmdastjóra til starfa. Hún ræður einnig þjóðgarðsverði til starfa að tillögum svæðisráða og ákveður verkaskiptingu þeirra. Stjórnin vinnur að málefnum þjóðgarðsins og markmiðum í samráði við svæðisráðin. Það er hlutverk stjórnar að samræma starfsemi á rekstrarsvæðunum fjórum þannig að þjóðgarðurinn allur skoðist sem ein heild.

Stjórnin hefur að öðru leyti eftirlit með framkvæmd Stjórnunar- og verndaráætlunar og reglna þjóðgarðsins. Hún veitir leyfi fyrir framkvæmdum sé ekki mælt fyrir um þær í Stjórnunar- og verndaráætlun og á samstarf við sveitarfélög, stjórnsýslustofnanir og hagsmunaaðila um málefni þjóðgarðsins, svo sem verndun, skipulagsmál og framkvæmdir.

Um ákvarðanir stjórnar gilda stjórnsýslulög.


Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs skipa:


Ármann Höskuldsson- formaður
Varamaður: Sandra Dís Hafþórsdóttir

Guðrún Áslaug Jónsdóttir - varaformaður
Varamaður: Vilhjálmur Árnason
Óli Halldórsson - aðalmaður
Böðvar Pétursson, varamaður
Ruth Magnúsdóttir
- aðalmaður
Björn Ármann Ólafsson, varamaður
Björn Ingi Jónsson
- aðalmaður
Hugrún Harpa Reynisdóttir, varamaður
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir -
aðalmaður
Ásta Berghildur Ólafsdóttir, varamaður
Guðmundur Hörður Guðmundsson
- aðalmaður, tilnefnd af umhverfisverndarsamtökum
Sigmundur Einarsson, varamaður
Snorri Ingimarsson
- áheyrnarfulltrúi tilnefndur af Samtökum útivistarfélaga
Þorvarður Helgason, varaáheyrnarfulltrúi