Um okkur
Description

Framkvæmdastjóri

Framkvæmdastjóri

Framkvæmdastjóri er ráðinn af stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og starfar í umboði hennar.

Meginhlutverk framkvæmdastjóra felst í umsjón með daglegum rekstri þjóðgarðsins. Hann vinnur tillögu að fjárhagsáætlun þjóðgarðsins og annast fjárhagslegan rekstur hans samkvæmt fyrirmælum stjórnar, fjárhagsramma og öðrum áætlunum. Framkvæmdastjóri gengur frá tillögum að rekstraráætlunum svæðanna til stjórnar, að höfðu samráði við þjóðgarðsverði og samkvæmt tillögum staðfestum af svæðisráðum, innan þess fjárhagsramma sem þeim er ætlaður hverju sinni samkvæmt ákvörðun stjórnar. Framkvæmdastjóri vinnur einnig tillögu að framkvæmdaáætlun fyrir hvert starfsár þjóðgarðsins og leggur fyrir stjórn. Framkvæmdastjóri annast samræmingu við framkvæmd Stjórnunar- og verndaráætlunar þjóðgarðsins og starfsemi rekstrarsvæðanna. Samræming á útgáfu leyfa innan þjóðgarðsins er og í höndum framkvæmdastjóra.

Framkvæmdastjóri fer með yfirstjórn starfsmannamála og er næsti yfirmaður þjóðgarðsvarða. Hann hefur samstarf við stofnanir, sveitarfélög, landeigendur og aðra hagsmunaaðila um málefni þjóðgarðsins og annast önnur verkefni sem stjórn þjóðgarðsins felur honum.