Um okkur
Description

Stjórnsýsla | Fundargerðir

Stjórnsýsla

Vatnajökulsþjóðgarður er ríkisstofnun. Í lögum og reglugerð um þjóðgarðinn er mælt fyrir um stjórnsýslulega stöðu hans og skyldur þeirra sem að stjórnun hans koma, sbr. einkum II. kafla laga um Vatnajökulsþjóðgarð.

Þjóðgarðurinn skiptist í fjögur rekstrarsvæði sem rekin eru sem aðskildar einingar og eru mörk þeirra tilgreind í reglugerð um þjóðgarðinn. Markmiðið er þó að samræma starfsemi rekstrarsvæðanna til að mynda sterka heild.

Ábyrgð á stjórnun og daglegri starfsemi er á höndum eftirtalinna aðila:


Umhverfisráðherra

Stjórn

Framkvæmdastjóri

Þjóðgarðsverðir

Svæðisráð

Umhverfisstofnun


Heimilt er að óska eftir gögnum frá Vatnajökulsþjóðgarði á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012, laga um upplýsingarétt um umhverfismál nr. 23/2006 eða stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Eyðublað vegna gagnabeiðni er hér.