Ferðast um þjóðgarðinn
Description

Skaftafellsstofa

SKA-Skaftafellsstofa-GOE

Afgreiðslutími Skaftafellsstofu árið 2014:

2014:
Janúar
11 - 16
Febrúar
10 - 16
Mars / Apríl 10 - 17
Maí 9 - 19
Júní / Júlí / Ágúst 8 - 21
September   9 - 19
Október 10 - 17
Nóvember / Desember*
11 - 16

* Jól og áramót:

  • 24. desember: Lokað
  • 25. desember: Lokað
  • 1. janúar: Lokað

Vaktsími landvarða í Skaftafelli: 842 4371

Skaftafellsstofa er upplýsinga- og fræðslumiðstöð þar sem gestir fá svör við spurningum um náttúrufar Skaftafells, gönguleiðir, gistingu og afþreyingu í næsta nágrenni.

Í Skaftafellsstofu er sögð saga elds og íss og hvernig hin sterku náttúruöfl hafa tekist á og mótað umgjörð svæðisins. Sagt er frá menningu sem hefur dafnað í skjóli jökulsins og lífi fólks þar sem eldgos og jökulhlaup hafa sett mark sitt á daglegt líf. Í Skaftafellsstofu má einnig sjá muni úr örlagaríkum leiðangri breskra háskólastúdenta árið 1952 og fræðslumynd um suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.

Í Skaftafellstofu er þjóðgarðsverslun með bækur, póstkort og handverk. Lögð er áhersla á íslenskar vörur og muni sem tengjast byggðarlaginu.


ALMENNAR UPPLÝSINGAR:
Skaftafellsstofa
785 Öræfi
Sími: 470 8300
Fax: 470 8309
skaftafell@vjp.is


Senda grein