Um okkur
Description

Atvinna

Atvinna

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf sérfræðings á Höfn. 

Vatnajökulsþjóðgarður er rekinn af samnefndri ríkisstofnun og nær landsvæði hans yfir allan Vatnajökul og stór landsvæði utan hans, alls um 14.000 km2. 

Á Höfn er gestastofa þjóðgarðs og sinnir starfsstöðin þjóðgarðssvæðum í nágrenni Hafnar.Viðkomandi sérfræðingur heyrir undir þjóðgarðsvörð suðursvæðis og verður með starfsstöð á Höfn.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Starfið er krefjandi, fjölbreytt og skemmtilegt og felur m.a. í sér:
 • Umsjón með daglegum rekstri gestastofu á Höfn
 • Starfsmannahald, skipulagning vinnu og verkstjórn.
 • Móttaka, fræðsla og þjónusta gesta.
 • Samstarf við stofnanir, skóla, ferðaþjónustuaðila, félagasamtök, atvinnulíf og aðra hagsmunaaðila
 • Fagleg vinna við landvörslu, öryggismál og aðgengi gesta.
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfnikröfur

 • Háskólapróf og/eða önnur menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
 • Þekking og reynsla af starfsmannahaldi og uppgjöri verslana æskileg.
 • Áhugi og þekking á náttúruvernd og umhverfismálum.
 • Þekking á ferðamennsku og fræðslu til ferðamanna.
 • Þekking á náttúru Íslands.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta; fleiri tungumál kostur.
 • Landvarðaréttindi eru kostur sem og að viðkomandi hafi starfað við landvörslu.
 • Góð samskiptahæfni, sjálfstæði og frumkvæði í störfum
Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknarfrestur er til og með 16. janúar 2017. Í umsókn þarf að gera grein fyrir menntun og reynslu sem umsækjandi telur að nýtist í þessu starfi en henni þarf einnig að fylgja ferilskrá þar sem eru tilteknir meðmælendur sem hægt er að hafa samband við vegna umsóknarinnar
Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf sem fyrst.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 16.01.2017

Nánari upplýsingar veitir
Helga Árnadóttir - helga@vjp.is - 470 8331

Umsókn skal skila inn rafrænt í gegnum. Smellið hér