Um okkur
Description

Fréttir

Ársfundur austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

18.4.2012

SnaefellsstofaGO010Ársfundur austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs verður haldinn í Snæfellsstofu, sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl næstkomandi klukkan 14.

Á fundinum verður starfsemi stjórnar og austursvæðis kynnt ásamt framtíðarsýn austursvæðisins. Þar að auki verða kynntar niðurstöður af samráðsfundi um veiðar sem haldinn var í síðasta mánuði, helstu verkefni framundan og fræðsludagskrá sumarsins 2012.


Dagskrá

14:00 - 14:15
Fyrstu árin og næstu skref - Störf stjórnar.
Björn Ármann Ólafsson formaður svæðisráðs austursvæðis

14:15 - 14:40
Ársskýrsla austursvæðis 2011 - Daglegur rekstur og framtíðarsýn.
Agnes Brá Birgisdóttir þjóðgarðsvörður

14:40 - 14:50
Fræðsluskilti og Fræðsludagskrá 2012.
Ragna Fanney Jóhannsdóttir aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar

14:50 - 15:10
Kynning á helstu atriðum frá samráðsfundi um veiðar sem haldinn var 17. mars s.l.
Agnes Brá Birgisdóttir þjóðgarðsvörður

15:10 - 15:30
Umræður og spurningar.

 

Allir velkomnir