Um okkur
Description

Fréttir

Íslaust Öskjuvatn í mars

29.3.2012

Öskjuvatn í Dyngjufjöllum hefur verið alþakið ís að vetrarlagi. Þetta árið er raunin þó önnur. Þegar flogið var yfir svæðið 18. mars var einungis smá ísskæni á vatninu austanverðu. Þegar aftur var flogið yfir í lok mánaðarins var sá ís með öllu horfinn. Venjulega tekur ísa að leysa í SV-horni vatnsins seinnipart maímánaðar og ferðamenn sem sækja svæðið heim í júlí hitta það fyrir þakið góðum klaka vel fram í júlí. 

Sú spurning vaknar hvort jarðhitinn sé farinn að krauma og eldgos í Öskju sé á næsta leiti. En víst má telja að sterkir og stöðugir suðvestanvindar undanfarnar vikur og snjóléttur vetur eigi hlut að máli.

oskjuvatn_27_mars_2012_hreinn_skagfjord


oskjuvatn_18_mars_2012_hreinn_skagfjord

Myndirnar tók Hreinn Skagfjörð Pálsson 18. og 27. mars síðastliðinn.

Gervihnattamyndir sýna Öskjuvatnið íslaust sem svartan depil að sumarlagi: http://lance-modis.eosdis.nasa.gov/imagery/subsets/?subset=Iceland.2012081.terra.367.250m