Um okkur
Description

Fréttir

Ný skrifstofa Vatnajökulsþjóðgarðs opnuð í Fellabæ

22.3.2017

Í gær var með formlegum hætti opnuð ný skrifstofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Fellabæ á Héraði. Skrifstofan hýsir fjármálastjóra og bókara þjóðgarðsins, en verkefnum þeirra var áður sinnt á skrifstofu þjóðgarðsins í Reykjavík. Samhliða opnuninni hélt stjórn þjóðgarðsins hefðbundinn stjórnarfund, en einnig var á staðnum þriggja manna nefnd um tilnefningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. Fór nefndin yfir stöðu tilnefningarinnar með stjórn og starfsmönnum þjóðgarðsins.

Umhverfisráðherra, Björt Ólafsdóttir, kom til fundar við fulltrúa þjóðgarðsins og á myndinni sem hér fylgir sést hún klippa á borða við dyr að nýja skrifstofurýminu. Með henni á myndinni er formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, Ármann Höskuldsson.

Nýja skrifstofan er að Einhleypingi 1 í Fellabæ (póstnúmer 700 Egilsstaðir), en þar eru einnig til húsa skrifstofur Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf.

Umhverfisráðherra klippir á borða við nýja skrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Fellabæ