Um okkur
Description

Fréttir

Landvarðanámskeið - skráningarfrestur til 31. janúar

26.1.2017

Vatnajökulsþjóðgarður vekur athygli á landvarðanámskeiði sem Umhverfisstofnun stendur fyrir.  Markmið námskeiðsins er að tryggja framboð af hæfum landvörðum til starfa á friðlýstum svæðum. Kennt er samkvæmt námskrá Umhverfisstofnunar og reglugerðar um landverði, nr. 061/1990. Meðal efnis á námskeiðinu er t.d. náttúruvernd og stjórnsýsla náttúruverndarmála, gestir friðlýstra svæði, mannleg samskipti, náttúrutúlkun, ofl. Námskeiðið er kennt í fjarnámi. 

Námskeiðið hefst 9. febrúar og skráningarfrestur er til 31. janúar. Allar upplýsingar um námskeiðið og skráningu má finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar, www.ust.is/einstaklingar/nattura/landvarsla/landvardarnamskeid-2017/