Um okkur
Description

Fréttir

Viðvörun vegna íshella í Vatnajökli - 4.4.2017

Vegna hækkandi sólar og lofthita eru veggir og loft íshella í skriðjöklum Vatnajökuls að veikjast. Ávallt ber að sýna fyllstu aðgát við íshella og ekki skal fara inn í þá nema að vel athuguðu máli.

Lesa meira

Ný skrifstofa Vatnajökulsþjóðgarðs opnuð í Fellabæ - 22.3.2017

Umhverfisráðherra klippir á borða við nýja skrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Fellabæ

Í gær var með formlegum hætti opnuð ný skrifstofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Fellabæ á Héraði. Skrifstofan hýsir fjármálastjóra og bókara þjóðgarðsins, en verkefnum þeirra var áður sinnt á skrifstofu þjóðgarðsins í Reykjavík. 

Lesa meira

Sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði [frestur liðinn] - 14.2.2017

Laus eru til umsóknar sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði. Umsóknarferlið er með breyttum hætti í ár og fara allar umsóknir í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Eins er búið að skipta störfunum í fjóra flokka:

Lesa meira

Landvarðanámskeið - skráningarfrestur til 31. janúar - 26.1.2017

Vatnajökulsþjóðgarður vekur athygli á landvarðanámskeiði sem Umhverfisstofnun stendur fyrir. 

Lesa meira

Eftirlit með íshellaferðum innan Vatnajökulsþjóðgarðs - 11.1.2017

Á síðustu árum hefur sá hópur ferðaþjónustufyrirtækja sem bjóða upp á skipulagðar ferðir í íshella í Vatnajökli farið ört stækkandi, samhliða aukningu ferðamanna til landsins. Eftir breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð sem samþykktar voru í september 2016, er atvinnustarfsemi innan þjóðgarðsins orðin leyfisskyld. Í framhaldi af því, samþykkti stjórn þjóðgarðsins á fundi 3. nóvember 2016 að koma af stað eftirliti landvarða með ferðum að íshellum í Vatnajökli í vetur, þá sérstaklega í Breiðamerkurjökli. 

Lesa meira

Opnunartími gestastofa um jól og áramót - 19.12.2016

Það sem af er liðið vetri hafa þrjár gestastofur Vatnajökulsþjóðgarðs verið opnar daglega. Um er að ræða tvær gestastofur sunnan Vatnajökuls, Skaftafellsstofa í Skaftafelli og Gamlabúð á Höfn, sem hafa verið opnar á ársgrundvelli í nokkur ár. Gljúfrastofa í Ásbyrgi bættist í hópinn á liðnu hausti og er sú vetraropnun góð og þörf viðbót þá þjónustu við gesti þjóðgarðsins sem heimasækja hann allt árið um kring.

Lesa meira

Lokun gönguleiða um Skaftafellsheiði vegna mikils vinds - 17.11.2016

Búist er við stormi og miklum kviðum á Suður og Suðausturlandi í dag fimmtudag og fram eftir föstudegi. Gönguleið S3 um Skaftafellsheiði er lokuð vegna þessa og ekki er mælt með því að ganga S6 að Sjónarnípu vegna vinds.  Lesa meira

Endurbætur á göngustíg að Svartafossi í Skaftafelli - 9.11.2016

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að endurbótum á stígnum upp að Svartafossi. Þessi mynd var tekin um helgina þegar landverðir og bændur úr Öræfum voru að koma fyrir mottum á stígnum í blíðskaparveðri. Stefnt er að frekari vinnu í vikunni.

Lesa meira

Framkvæmdir á gönguleið að Svartafossi í Skaftafelli - 26.10.2016

Um þessar mundir og næstu daga (þegar veður leyfir) eru framkvæmdir á gönguleiðinni upp að Svartafossi. Þá daga sem framkvæmdir ru þarf að veita umferð um aðra stíga og eru gestir beðnir um að hafa samband við gestastofu áður en haldið er lengra þar sem lokanir eru ekki alltaf eins. Áfram verður hægt að komast að Svartafossi um aðrar gönguleiðir. Merkingar eru á gönguleiðum sem beina gestum í rétta átt. Lesa meira

Samningur um gestastofu á Kirkjubæjarklaustri undirritaður - 23.10.2016

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag á Kirkjubæjarklaustri samning um hönnun gestastofu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Auk ráðherra undirrituðu samninginn fulltrúar hönnuða og Vatnajökulsþjóðgarðs auk þess sem fulltrúi Framkvæmdasýslu ríkisins staðfesti samninginn. 
Lesa meira

Mikil bleyta á göngustígum í Skaftafelli og tjaldsvæðinu lokað tímabundið - 13.10.2016

Síðasta sólarhring hefur rignt meira en 100 mm í Skaftafelli. Landverðir fóru í skoðunarferð um stíga til þess að kanna aðstæður. Lækir renna um marga stíga á meðan aðrir eru á kafi. Vegna þessa er göngufólk beðið um að sýna aðgát. Tjaldsvæðinu í Skaftafelli hefur einnig verið lokað tímabundið vegna bleytu.Landverðir njóta hins vegar bleytunnar en myndirnar segja sína sögu.


https://www.facebook.com/VatnajokulsthjodgardurLesa meira

Gljúfrastofa í Ásbyrgi opin í vetur - 4.10.2016

Gljúfrastofa seint í mars 2016.Gljúfrastofa í Ásbyrgi verður opin alla daga í vetur, ef frá eru taldir nokkrir dagar um jól og áramót. Út október verður opið frá 10 til 16, en í nóvember og til loka apríl verður opið 11-15.

Lesa meira

Notkun dróna takmörkuð í Vatnajökulsþjóðgarði - 26.8.2016

Þjóðgarðsverðir í Vatnajökulsþjóðgarði beina þeim fyrirmælum til gesta þjóðgarðsins að þeir leiti leyfis hjá landvörðum hyggist þeir fljúga drónum innan marka þjóðgarðsins.

Lesa meira

Tilkynning frá þjóðgarðsverði á austursvæði - 13.7.2016

Gæsaveiðar hefjast almennt þann 20. ágúst ár hvert. Samkvæmt stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs er þjóðgarðsverði, að höfðu samráði við svæðisráð, heimilt að gefa út tilkynningu um seinkun veiða, gefi mat viðurkenndra aðila á varpframvindu heiðargæsar á svæðinu að vori ástæðu til frestunar.

Lesa meira

Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Kringilsárrana - 11.7.2016

Umhverfisstofnun vekur athygli á því að um þessar mundir vinnur stofnunin að stjórnunar- og verndaráætlun friðlandsins Kringilsárrana, í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð og sveitafélagið Fljótsdalshérað. 

Lesa meira

Gönguleið um Skaftafellsheiði (S3) og á Kristínartind (S4) opin - 21.6.2016

Búið er að opna gönguleið um Skaftafellsheiði (S3) og upp á Kristínartinda (S4). Leiðin er ennþá blaut og viljum við biðja göngufólk um  að halda sig á stígum og reyna að koma í veg fyrir skemmdir á gönguleið og gróðri. Eins viljum við benda á að lítið er um rennandi vatn í heiðinni um þessar mundir og því gott að hafa drykkjarvatn meðferðis.

Lesa meira

Gönguleið S3 um Skaftafellsheiði enn lokuð vegna aurbleytu - 13.6.2016

Þjóðgarðsvörður á suðursvæði vill vekja athygli á að gönguleið S3 um Skaftafellsheiði er enn lokuð vegna aurbleytu og hættu á skemmdum á stígum og gróðri. Vonast er til að hægt verði að opna leiðina um komandi helgi (18.júní).

Lesa meira

Opið á ný að Dettifossi - 30.5.2016

Búið er að opna fyrir umferð að Dettifossi á ný, frá þjóðvegi 1 norður um veg 862, Dettifossveg, vestan ár. Vegurinn austan ár er enn ófær, sem og vegurinn upp að vestan úr Kelduhverfi.  Lesa meira

Opið í Skaftárstofu á Kirkjubæjarklaustri - 2.5.2016

Skaftárstofa á Kirkjubæjarklaustri opnaði þann 19. apríl  sl. og verður hún opin frá 9 til 18 alla daga vikunnar fram á haust. Lesa meira

Afmælisráðstefna Landvarðafélags Íslands - 26.4.2016

Í tilefni af 40 ára afmæli Landvarðafélags Íslands heldur félagið ráðstefnu 4.maí næstkomandi og er aðgangur ókeypis og öllum opin. Lesa meira

Viðvörun vegna íshella í skriðjöklum Vatnajökuls - 4.4.2016

Vegna hækkandi sólar og lofthita eru veggir og loft íshella í skriðjöklum Vatnajökuls að veikjast. Ávallt ber að sýna fyllstu aðgát við íshella og ekki skal fara inn í þá nema að vel athuguðu máli.

Lesa meira

Gljúfrastofa opnar 4. apríl 2016 - 1.4.2016

Gljúfrastofa seint í mars 2016.

Gljúfrastofa í Ásbyrgi mun opna mánudaginn 4. apríl næstkomandi og verður hún opin frá 10 til 14 alla daga sem eftir lifir aprílmánaðar.

Lesa meira

Ráðið í tímabundnar sérfræðingsstöður - 14.3.2016

Ráðið hefur verið í tvö tímabundin störf sem Vatnajökulsþjóðgarður auglýsti laus til umsóknar í lok janúar sl. Alls sóttu 17 manns um starf sérfræðings og aðstoðarmanns þjóðgarðsvarðar á vestursvæði en 10 manns um starf sérfræðings á suðursvæði þjóðgarðsins. Lesa meira

Snæfellsstofa hlaut Steinsteypuverðlaunin 2016 - 5.3.2016

Steinsteypuverðlaunin 2016 voru veitt í fimmta sinn við hátíðlega athöfn á Steinsteypudeginum 2016 á Grand Hóteli þann 19. febrúar 2016 en þau eru veitt fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi. Lesa meira

Símstöð í Skaftafelli komin í lag - 24.2.2016

Eftir nokkra bið er símstöðvarkerfið í Skaftafelli aftur komið í gagnið. Bilunina mátti rekja til óveðurs og rafmagnstruflana í kjölfarið, en við það riðlaðist stýrikerfið sem stjórnar öllu símkerfinu. Nú er búið að kippa því í liðinn og vonandi að allt gangi snuðrulaust fyrir sig framvegis.

Lesa meira

Bilun í símstöð í Skaftafelli - 18.2.2016

Vegna bilunar í símtöð í Skaftafelli eru öll hefðbundin símanúmer þar óvirk um þessar mundir. Beðið er eftir viðgerð, en þar til að henni er lokið er hægt að ná sambandi við gestastofuna í síma 842 4235.

Lesa meira

Staða þjóðgarðsvarðar á norðursvæði með starfsstöð í Ásbyrgi laus til umsóknar - 12.2.2016

Hér er auglýst staða þjóðgarðsvarðar á norðursvæði með fastri starfsstöð í Gljúfrastofu í Ásbyrgi, sem eiga mun náið samstarf við þjóðgarðsvörð með starfsstöð í Mývatnssveit.

Lesa meira

Tímabundin staða sérfræðings á suðursvæði - 29.1.2016

Auglýsing um tímabundna stöðu sérfræðings á suðursvæði

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf sérfræðings í tímabundna stöðu í Skaftafelli, frá 15. mars – 31. desember 2016.

Lesa meira

Tímabundin staða sérfræðings á vestursvæði - 29.1.2016

Auglýsing um tímabundna stöðu sérfræðings á vestursvæði

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf sérfræðings í tímabundna stöðu á Kirkjubæjarklaustri, frá 15. mars – 31. desember 2016.

Lesa meira

Framkvæmdir í Skaftafellsstofu [uppfært 29.01.16] - 19.1.2016

Framkvæmdir í Skaftafellsstofu

Í dag hófst vinna við að skipta um loftaplötur í Skaftafellsstofu, en gömlu plöturnar höfðu eyðilagst vegna rakaskemmda. Vegna þessa hefur helmingur gestastofunnar verið stúkaður af og upplýsingagjöf flutt tímabundið yfir í verslunarrýmið.

Lesa meira

Ástand gönguleiða í Skaftafelli - 30.12.2015

Undanfarið hefur rignt mikið í Skaftafelli og mestan snjó tekið upp af láglendi. Greiðfært er frá Skaftafellsstofu langleiðina að Skaftafellsjökli, en mikið vatn er á aurunum næst jökli. Lesa meira

Ástand gönguleiða í Skaftafelli og jólaopnun gestastofu - 21.12.2015

Um þessar mundir má búast við hálku á flestum göngustígum í Skaftafelli. Stígurinn inn að Skaftafellsjökli hefur þó verið ruddur og er nokkuð greiðfær. Lesa meira

Ískaldar staðreyndir! - 23.11.2015

Þegar veita á gæðaþjónustu er lykilatriði að setja öryggismálin ávallt í öndvegi. Menntun og þjálfun starfsmanna/leiðsögumanna er mjög mikilvæg og í VAKANUM, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar, eru gerðar miklar kröfur á því sviði. Það á ekki síst við þegar um ræðir afþreyingu sem gæti falið í sér áhættu fyrir þátttakendur.

Lesa meira

Áform um gestastofu á Kirkjubæjarklaustri kynnt í ríkisstjórn - 5.11.2015

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í morgun í ríkisstjórn áform um byggingu gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri. Ráðuneytið hefur lagt fram tillögu til fjárlaga um 150 milljóna króna fjárheimild til þriggja ára vegna byggingarinnar.
Lesa meira

Breyttur opnunartími í Gljúfrastofu - 2.11.2015

Gljúfrastofa er nú opin samkvæmt samkomulagi.Lesa meira

Ánægja með starfsemi Gömlubúðar - 12.10.2015

Gamlabúð hefur brátt sinn þriðja starfsvetur í sínum nýja, glæsilega búningi. Við sem störfum í gestastofu og upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á Höfn verðum vör við, eins og landsmenn flestir, aukningu í fjölda erlendra ferðamanna sem sækja landið heim. Á fyrsta starfsári, sem hófst formlega 7. júní 2013, komu rúmlega 35.000 gestir í húsið, á síðasta ári rúmlega 40.000 gestir og  það sem af er þessu ári hafa tæplega 50 þúsund manns komið við

Lesa meira

Gljúfrastofa í Ásbyrgi - lengdur opnunartími - 2.10.2015

Í október er opið alla daga kl.10:00-16:00

Lesa meira

Viðvörun vegna vatnavár: Skaftárhlaup er hafið - 29.9.2015

Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvörun vegna sigs í eystri Skáftárkatli. Sigið er nær örugg vísbending um að hlaup sé hafið í Skaftá. Lesa meira

Áningarstaður við Langasjó - 8.9.2015

Ný áningarhús við Langasjó

Í síðustu viku ágústmánaðar var lokið við ytri frágang áningarstöðvar við Langasjó sem byrjað var á sl. sumar. RR Tréverk á Kirkjubæjarklaustri sá um framkvæmdina ásamt jarðvinnuverktökum.

Lesa meira

Nýja hraunið vinsæll áfangastaður - 12.8.2015

Gönguleiðir hafa verið opnaðar í nýja hrauninu norðan Vatnajökuls og vekja mikla lukku á meðal ferðamanna. Vinsældir jukust enn eftir að fært varð að baðstað við austurjaðar hraunsins. Landverðir bjóða fræðsluferðir og kynningarefni. Lesa meira

Sýningin „Mosar“ formlega opnuð í Skaftárstofu - 6.8.2015

Frá sýningunni Mosar í Skaftárstofu

Á morgun, föstudaginn 7. ágúst, kl. 17:00 verður sýningin „Mosar“ formlega opnuð í Skaftárstofu, gestastofu þjóðgarðsins á Kirkjubæjarklaustri. Á sýningunni er fjallað um mosa, einkennisgróður Skaftárhrepps, frá ýmsum hliðum.

Lesa meira

Gönguleið um Skaftafellsheiði opin - 2.7.2015

Gönguleið S3 um Skaftafellsheiði var opnuð í gær, en hún var búin að vera lokuð frá því snemma í vor vegna snjóa og aurbleytu. Enn leynist þó einhver snjór efst í heiðinni og töluverður snjór er enn á leið S4 sem liggur frá S3 á Kristínartinda.

Lesa meira

Fimm ára afmæli Snæfellsstofu - 24.6.2015

Í tilefni af fimm ára afmæli Snæfellsstofu hefur hluti sýningarinnar „Yfir hrundi askan dimm" verið settur upp í fundarsal Snæfellsstofu. Sýningin, sem er meistaraverkefni Elsu Guðnýjar Björgvinsdóttur í þjóðfræði við Háskóla Íslands, fjallar um eldgosið í Öskju 1875, áhrif þess og öskufallsins, sem fylgdi í kjölfarið, á fólk og skepnur.Snæfellsstofa KV

Lesa meira

Aðgengi að Holuhrauni - 1.6.2015

Viðbúnaðarstig almannavarna vegna jarðhræringa í Bárðarbungu hefur verið fært niður á óvissustig og lokun lögreglu á svæðinu aflétt. Þegar hálendisvegir verða opnaðir stefnir Vatnajökulsþjóðgarður að því að veita aðgengi að hrauninu eftir merktum gönguleiðum. Lesa meira

Breytingar á afgreiðslutíma Skaftafellsstofu - 7.5.2015

Í sumar verða þær breytingar á afgreiðslutíma Skaftafellsstofu að gestastofan er opin frá 9-19. Afgreiðsla fyrir tjaldsvæðið flyst úr Skaftafellsstofu í þjónustuhús vestast á tjaldsvæðinu í byrjun júní og þar verða starfsmenn tjaldsvæðis með fasta viðveru frá 7:30 – 24:00. Lesa meira

Tímabundnar lokanir gönguleiða í Skaftafelli - 22.4.2015

Þjóðgarðsvörður hefur tekið þá ákvörðun að loka tímabundið flestum gönguleiðum á Skaftafellsheiði, vegna mikillar aurbleytu.  Þó er bæði opið að Svartafossi og að Skaftafellsjökli. Lesa meira

Ársfundur norðursvæðis verður haldinn 27. apríl - 20.4.2015

Ársfundur norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs verður haldinn í Hvalasafninu  á Húsavík mánudaginn 27. apríl næstkomandi  kl. 16.00. Þema fundarins verður Holuhraun og nágrenni, aðstæður og úrlausnarefni.

 

Lesa meira

Minnkun aðgangsstýrða svæðisins norðan Vatnajökuls - 16.3.2015

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, lögreglustjórinn á Austurlandi, lögreglustjórinn á Suðurlandi og Ríkislögreglustjóri hafa ákveðið að gera breytingar á lokunarsvæðinu umhverfis Holuhraun með vísan í 23. gr. laga nr. 82/2008 um almannavarnir.

Lesa meira

Ársfundi norðursvæðis frestað af óviðráðanlegum orsökum! - 5.3.2015

Ársfundur norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs sem halda átti í sal Framsýnar á Húsavík þann 9. mars næstkomandi  er frestað um óákveðinn tíma.


Nánari dagsetning auglýst síðar.
Lesa meira

Ársfundur norðursvæðis verður haldinn 9.mars - 3.3.2015

Ársfundur norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs verður haldinn í sal Framsýnar á Húsavík (Garðarsbraut 26) þann 9. mars næstkomandi  kl. 16.00. Þema fundarins verður jarðhræringar í Bárðarbungu með áherslu á framhaldið varðandi virkni á svæðinu og horfur um aðgengi. Lesa meira

Nýlegar rannsóknir á myndun Jökulsárgljúfra vekja athygli í Bretlandi - 24.2.2015

Bretarnir Mikael Attal og Edwin Baynes dvöldu við rannsóknir sínar í Jöklsárgljúfrum sumrin 2012 og 2013. Í ársbyrjun 2015 var grein þeirra um myndun Jökulsárgljúfra birt en niðurstöður hennar hafa vakið athygli BBC í Bretlandi. Hægt er að skoða helstu niðurstöður þeirra á vef BBC:

http://www.bbc.co.uk/news/science-environment-31356229


Lesa meira

Úthlutað til Vatnajökulsþjóðgarðs úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða - 24.2.2015

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um fyrstu úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2015. Að þessu sinni fengu 50 verkefni styrk fyrir 175,7 milljónir króna, til hönnunar og framkvæmda á ferðamannastöðum.

Lesa meira

Orkustofnun dregur til baka virkjanakosti - 29.1.2015

Í kjölfar ábendingar frá Hjörleifi Finnssyni þjóðgarðsverði hefur Orkustofnun ákveðið að draga til baka þrjá virkjanakosti sem lagðir hafa verið fyrir verkefnastjórn þriðja áfanga rammaáætlunar. Um er að ræða virkjunarkostina Arnardalsvirkjun, Helmingsvirkjun og Vetrarveita í Hálslón.

Lesa meira

Landvarðanámskeið 2015 - 8.1.2015

Umhverfisstofnun auglýsir námskeið í landvörslu. Þátttaka í námskeiðinu veitir landvarðaréttindi. Námskeiðsgjald er kr. 155.000. Námskeiðið hefst 12. febrúar og lýkur 8. mars. Kennt er um helgar og á kvöldin á virkum dögum. Hluti námskeiðsins verður kenndur í fjarkennslu. Námskeiðið er háð því að næg þátttaka fáist.

Lesa meira

Nýr starfsmaður Vatnajökulsþjóðgarðs - 5.1.2015

Orri Páll Jóhannsson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur og aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, valinn úr hópi 26 umsækjenda. Lesa meira

Jólakaffi-opið hús í Mývatnssveit - AFLÝST - 9.12.2014

Vatnajökulsþjóðgarður, Mývatnsstofa, Mýsköpun og Umhverfisstofnun höfðu hug á að bjóða gestum og gangandi í heimsókn í gamla Kaupfélagshúsið í Mývatnssveit mánudaginn 15. desember milli kl. 17 og 19. Vegna veðurs er viðburðinum aflýst.

Lesa meira

Breytingar á stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í bígerð - Skýrar heimildir til lagningar nýrra leiða í kjölfar náttúruhamfara - 5.12.2014

Eldsumbrotin í Holuhrauni eru annað eldgosið innan Vatnajökulsþjóðgarðs á stuttum tíma, en hið fyrra var gosið í Grímsvötnum 2011. Við Holuhraun hafa vegir farið undir hraun og starfsmenn þjóðgarðsins unnið að því að stýra umferð á svæðinu með tilliti til öryggis og áhrifa umferðar eins og kostur er. Lesa meira

Yfir hrundi askan dimm - 26.11.2014

Elsa Guðný Björgvinsdóttir er höfundur sýningarinnar „Yfir hrundi askan dimm". Sýningin sem nú stendur í Sláturhúsinu á Egilsstöðum er mastersverkefni Elsu Guðnýjar í þjóðfræði við Háskóla Íslands og fjallar um eldgosið í Öskju 1875, áhrif þess og öskufallsins, sem fylgdi í kjölfarið, á fólk og skeppnur. Lesa meira

Í minningu Inu von Grumbkow - 10.11.2014

Í sumar tóku tveir starfsmenn við Drekagil nærri Öskju, skálavörðurinn Heimir Gestur Valdimarsson og landvörðurinn Stefán Frímann Jökulsson, sig til og prjónuðu svarta peysu í minningu Inu von Grumbkow.

Lesa meira

Hættu- og lokunarsvæði norðan Vatnajökuls endurskilgreint - 30.10.2014

Elgos í Holuhrauni - ljósmynd: Sigurður Erlingsson

Eldgosið í Holuhrauni hefur nú staðið yfir í tæpa tvo mánuði. Í kjölfar nýs hættumats hafa verið gefnar út nýjar reglur um aðgengi að því svæði sem áður hafði verið lokað norðan Vatnajökuls.

Lesa meira

Vinna í fullum gangi við göngustíg að Svartafossi - 29.10.2014

Í seinni hluta september hófust endurbætur á göngustígnum sem liggur frá tjaldsvæðinu í Skaftafelli að Svartafossi.

Lesa meira

Kortlagning fossa umhverfis Snæfell - 28.10.2014

Sumarið 2013 vann Guðrún Á. Jónsdóttir náttúrufræðingur að því að kortleggja fossa og flúðir umhverfis Snæfell. Verkefnið sem var styrkt af Vinum Vatnajökuls heitir „Fossar á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs“. Markmið þess var að finna og staðsetja lítið þekkta fossa og flúðir á austursvæði  Vatnajökulsþjóðgarðs, skrifa stutta lýsingu á þeim og taka mynd.

Lesa meira

Áningaraðstaða við Langasjó - 18.9.2014

Við suðvesturenda Langasjávar er að rísa látlaus áningaraðstaða fyrir ferðamenn. Verkefnið er stutt af Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Salernishúsi og viðveruhúsi fyrir landvörð, sem einnig þjónar sem móttaka fyrir ferðamenn, hefur verið komið fyrir á staðnum en vatnsveita verður ekki tengd fyrr en næsta vor.

Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru og skólar á Austurlandi - 18.9.2014

Landverðir af hálendisstarfsstöðvum austursvæðis heimsóttu alla 15 grunnskólana á Austurlandi í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, allt frá Djúpavogi í suðri að Vopnafirði í norðri.

Lesa meira

Hefðbundin leið að Svartafossi lokuð – hjáleiðir mögulegar - 17.9.2014

Í Skaftafelli eru hafnar framkvæmdir við endurbætur á göngustíg að Svartafossi. Af þeim sökum er aðalleiðin lokuð frá tjaldsvæði og upp fyrir Gömlutún, en mögulegt er að fara hjáleiðir um Lambhaga eða Gömlutún. Leiðin um Austurbrekkur, milli tjaldsvæðis og Sjónarnípu, er líka lokuð vegna þess að neðsti hluti hennar kemur inn á lokaða stíginn.

Lesa meira

Sjálfboðaliðar í Snæfelli - 15.9.2014

Í upphafi ágústmánaðar nutu landverðir í Snæfelli aðstoðar fimm hressra sjálfboðaliða á vegum Umhverfisstofnunar. Líkt og undanfarin ár var aðstoð þeirra kærkomin enda vinna margar hendur létt verk.

Lesa meira

Nýr útsýnispallur við Ófærufoss - 9.9.2014

Tekinn hefur verið í notkun nýr útsýnispallur við Ófærufoss í Eldgjá. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnaði verkið til helminga við þjóðgarðinn.  Megintilgangur útsýnispallsins er að vernda viðkvæmt umhverfi  Ófærufoss  fyrir  ágangi, bæta öryggi gesta og jafnframt að gefa þeim möguleika á aukinni nánd við fossinn.

Lesa meira

Eldgos hafið í Holuhrauni - 29.8.2014

Eldgos er hafið í Holuhrauni, um 10 km norðan Vatnajökuls. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum gýs á um kílómetra metra langri, samfelldri sprungu, en upplýsingar um lengd sprungunnar hafa verið á reiki. Gosinu er lýst sem rólegu hraungosi. Lesa meira

Jökulsárgljúfur 26. ágúst - 26.8.2014

Opið er á eftirfarandi stöðum: Vegur 861 er opin inn í Ásbyrgi og er tjaldsvæðið opið líka. Vegur 864 er opin og er því hægt að fara að Dettifossi, Hafragilsfossi og Selfossi austan við Jökulsá á Fjöllum Vegur 862 er enn LOKAÐUR og er því enn lokað í Vesturdal og Dettifossi vestan við Jökulsá á Fjöllum.

Lesa meira

Upplýsingar vegna jarðhræringa við Bárðarbungu - 20.8.2014

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra  fylgist vel með framvindu mála við Bárðarbungu og sendir reglulegu út fréttir og tilkynningar um stöðu mála. Þær eru aðgengilegar hér:

Lesa meira

Lokanir á svæðum norðan Dyngjujökuls - 20.8.2014

Lögreglustjórarnir á Húsavík og Seyðisfirði hafa ákveðið að loka og rýma hálendið norðan Dyngjujökuls vegna jarðhræringanna í kring um Bárðarbungu undanfarna daga. Lesa meira

Vegum lokað norðan Vatnajökuls - 17.8.2014

Lögreglustjórinn á Húsavík  hefur ákveðið að loka Gæsavatnaleið og öðrum hálendisvegum austan Skjálfandafljóts að Öskju. Vegi F88 að Herðubreiðarlindum (F88) hefur einnig verið lokað vegna mögulegra flóða á svæðinu í kjölfar eldgoss. Lesa meira

Jarðhræringar í Bárðarbungu - Óvissustig - 16.8.2014

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Húsavík lýst yfir óvissustigi vegna jarðhræringa í Bárðabungu.

Lesa meira

Takmörkunum á umferð í Öskju aflétt að mestu - 7.8.2014

Ekki er talið tilefni til frekari takmarkana á umferð í Öskju í kjölfar berghlaupsins 21.júlí nema við sjálft berghlaupið. Lesa meira

Frumniðurstöður rannsókna á berghlaupi í Öskju - 7.8.2014

Eins og flestum er kunnugt varð mikið berghlaup í Öskju þann 21. júlí sl. Síðan þá hefur starfsfólk Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands unnið ötullega að rannsóknum á berghlaupinu og liggja frumniðurstöður nú fyrir.

Lesa meira

Vatnajökull að norðanverðu - 1.8.2014

Í dag opnaði Vegagerðin Snæfellsleið (F909) frá Snæfellsskála inn að Vatnajökli. Slóðinn er nú fær öllum smájeppum. Við enda slóðans er ein af fjórum gestagötum Vatnajökulsþjóðgarðs Í faðmi jökla

Lesa meira

Dagskrá þjóðgarðsins um verslunarmannahelgi 2014 - 1.8.2014

Hér má sjá dagskrá þjóðgarðsins um verslunarmannahelgi 2014.

Lesa meira

Lindaá ófær jepplingum - 29.7.2014

Vaðið á Lindaá við Herðubreiðarlindir (vegur F88) er nú ófært jepplingum vegna vatnavaxta.  Lesa meira

Gott aðgengi norðan Vítis - 25.7.2014

Yfirferð frumniðurstaðna rannsókna á berghruni og flóðbyglju í Öskju bentu ekki til þess að yfirvofandi sé sambærilegt hrun úr börmum Dyngjufjalla sem orsakað gæti álíka flóðbylgju og myndaðist mánudaginn 21. júlí. Þó þykir ástæða til þess að hafa varann á og takmarka umferð innan Öskju líkt og hefur verið undanfarna daga fram í næstu viku. Aðgengi að Víti að norðan og vestan er gott og margir á ferðinni. Lesa meira

Hjólahelgi í Jökulsárgljúfrum 5-7. september - AFLÝST! - 24.7.2014

Í samráði við Fjallahjólaklúbbinn og Landssamtök hjólreiðamanna verður opið fyrir hjólreiðar á öllum stígum Vatnajökulsþjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum 5-7. september að undantekinni leið að Dettifossi. Um er að ræða tilraun, en ef vel heppnast verði hún að árlegum viðburði.

Lesa meira

Ný hjólaleið í Ásbyrgi - 24.7.2014

Í samráði við Fjallahjólaklúbbinn og Landssamtök hjólreiðamanna hefur verið merkt og opnuð ný hjólaleið frá Vesturdal í Ásbyrgi. 

Lesa meira

Opið í Öskju að norðurbarmi Vítis - 23.7.2014

Í kjölfar fundar fundar vísindamanna Veðurstofunnar og Háskóla Íslands með almananvarnadeild ríkislögreglustjóra og Vatnajökulsþjóðgarði var afráðið að heimila umferð í Öskju inn að norðurbarmi Vítis en girða af svæðið þar sunnanvið, sem varð fyrir miklum áhrifum flóðbylgju sem kom yfir svæðið rétt fyrir miðnætti 21.júlí.
Landverðir Vatnajökulsþjóðgarðs hafa komið upp lokunarmerkingum á umræddum stað og mun hálendisvakt björgunarsveitanna aðstoða við eftirlit og upplýsingagjöf til ferðamanna. Veginum inn að Öskju verðu alveg lokað við Drekagil frá 19:00 á kvöldin til 9 að morgni.
Lesa meira

Gríðarleg skriða í Öskju - 22.7.2014

Rétt fyrir miðnætti þann 21.júlí féll stór skriða úr Dyngjufjöllum við suð-austanvert Öskjuvatn. Flóðbylgja í kjölfarið olli breytingum á vatsbakkanum og við Víti. Boðað hefur verið til fundar þann 22.júlí kl 9 með almannavörnum og vísindamönnum, þar sem ákvörðun verður tekin um aðgengi að svæðinu - sem hefur verið lokað þar til niðurstaða liggur fyrir.

Lesa meira

Snæfellssleið opnuð að Snæfellsskála - 16.7.2014

Í dag opnaði Vegagerðin Snæfellsleið (F909) inn að Snæfellsskála. Er þetta um hálfum mánuði seinna en í meðalári enda óvenju snjóþungur vetur að baki. Enn um sinn verður lokað frá skála inn að Vatnajökli vegna aurbleytu í vegi. Snæfell ber nafn með rentu þessa dagana enda heilmikil snjóþekja í fjallinu ennþá sem dvínar hart.SnaefellAUST10

Lesa meira

Áframhaldandi lokun á Sauðakofaslóð - 16.7.2014

Tilkynning frá þjóðgarðsverði á austursvæði:

Slóð um Vesturöræfi, frá Sauðakofa að Snæfellsskála, er ófær og í mjög slæmu ástandi. Í sumar, líkt og fyrri sumur, verður hún skv. ákvörðun þjóðgarðsvarðar í samráði við svæðisráð lokuð austan Sauðakofa og vestan Kolludrags (milli Vestari-Sauðahnjúks og Miðhnjúks).

Lesa meira

Gæsaveiðar á austursvæði hefjast 1. september - 14.7.2014

Samkvæmt Stjórnunar- og verndaráætlun munu gæsaveiðar á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hefjast þann 1. september. Það er mat sérfræðinga á varpframvindu heiðargæsar í vor að hún gefi ástæðu til seinkunar á hefðbundnum veiðitíma.

Lesa meira

Stafrænn ferðafélagi á austursvæði - 12.7.2014

Náttúrustofa Austurlands hefur unnið verkefnið Stafrænn ferðafélagi á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs - hlustaðu, sjáðu, upplifðu með styrk frá Vinum Vatnajökuls. Markmið verkefnisins er að miðla til áhugasamra upplýsingum um náttúrufar og sögu á austursvæði þjóðgarðsins.SnaefellRTH3

Lesa meira

Ófært í Öskju og vatnavextir á Sprengisandi - 5.7.2014

Ófært er í Öskju vegna snjóa, en þremur kílómetrum fyrir ofan Drekagil er 40 cm djúpur snjór á vegi. Allhvasst og skafrenningur er á svæðinu og ekkert ferðaveður.

Lesa meira

Illfært á Hvannadalshnjúk - 3.7.2014

Vegna hlýinda í júnímánuði hefur snjóbráð á Öræfajökli verið meiri en við var búist, og jökullinn nú orðinn erfiður yfirferðar vegna opinna sprungna.

Lesa meira

Gönguleiðin að Kristínartindum opin á ný - 9.6.2014

Kristinartindar

Gönguleiðin að Kristínartindum var opnuð á ný í dag, en hún hefur verið lokuð undanfarnar vikur vegna snjóa og aurbleytu í Skaftafellsheiði. Örlítil bleyta er þó á stuttum köflum um miðbik heiðarinnar, en ef göngumenn fara gætilega ættu þeir hvorki að valda skemmdum á stígnum né gróðri í kringum hann.

Lesa meira

Samið um uppbyggingu við Dettifoss að vestan - 5.6.2014

JokulsargljufurRTH028

Vatnajökulsþjóðgarður og Landeigendur Reykjahlíðar ehf. hafa gert með sér samkomulag um uppbyggingu við Dettifoss að vestan í landi Reykjahlíðar.

Lesa meira

Hreinlætisskref stigið á Öræfajökli - 2.6.2014

Síðastliðinn föstudag var stigið stórt skref í hreinlætismálum á Öræfajökli. Þá var tunnu komið fyrir við jökulrönd, en henni er ætlað að taka við mannaúrgangi sem óhjákvæmilega fylgir þeim fjölda sem á fjallið fer.

Lesa meira

Sumarið komið í Ásbyrgi? - 20.5.2014

Í dag skín sólin af öllum sínum mætti og lofar komu sumarsins blíða. Undir klettaveggjunum suða hunangsflugurnar iðnar sinn söng yfir vorverkunum, brumið á birkitrjánnum er sprungið út - ilmurinn er dásamlegur og hrossagaukarnir fylla loftið með kvaki sínu og æfa sitt einstaka listflug með tilheyrandi hneggi.  Lesa meira

Ný kvikmynd tekin til sýninga í Skaftafellsstofu - 15.5.2014

Ný kvikmynd um suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið tekin til sýninga í Skaftafellsstofu. Í myndinni er fjallað um náttúru og landslag suðursvæðis, Vatnajökul og eldgos í jöklinum.

Lesa meira

Hitaveituframkvæmdir á tjaldsvæðinu í Skaftafelli - 6.5.2014

Framkvæmdir við lagningu hitaveitu í Skaftafelli eru nú að hefjast á ný, en þeim þurfti að hætta í haust vegna hárrar grunnvatnsstöðu og frostakafla í kjölfarið. Vegna þessa er vestari helmingur tjaldsvæðisins lokaður umferð, en hægt er að tjalda á þeim austari (nær þjónustumiðstöð).

Lesa meira

Ferðamenn í Vatnajökulsþjóðgarði 2005-2013 - 29.4.2014

KverkfjollAUST20

Út er komin greinargerðin „Vatnajökulsþjóðgarður - ferðamenn 2005-2013,“ sem unnin var af Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf (RRF). Greinargerðin byggir á könnunum sem RRF hefur framkvæmt um nokkurra ára skeið og eru þar dregnar fram ýmsar tölulegar upplýsingar um ferðamenn í Vatnajökulsþjóðgarði og væntingar þeirra til þjóðgarðsins.

Lesa meira

Fólksbílafært í Ásbyrgi - 16.4.2014

Vegur inn í Ásbyrgi hefur nú verið ruddur og er fólksbílafær, en klaki á honum innst. Mikill snjór er á göngustígum í botni Ásbyrgis en að öðru leyti er lítill snjór í byggð.

Lesa meira

Skaftafellsstofa lokuð á páskadag - 7.4.2014

Skaftafell-Vatnajokull-National-Park-april2012-b

Gestastofan Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli verður lokuð á páskadag, þ.e. sunnudaginn 20. apríl 2014. Aðra daga í apríl verður opið með hefðbundnum hætti, þ.e. frá 10 til 17.

Lesa meira

Þjóðgarðar fyrir alla: Spennandi ráðstefna í Reykjavík á föstudag - 26.3.2014

Á föstudaginn verður spennandi ráðstefna í Reykjavík um þjóðgarða, undir kjörorðinu "Þjóðgarðar fyrir alla." Þangað mæta tveir fulltrúar frá Þjóðgarðsstofnun Bandaríkjanna sem munu deila af sinni reynslu og þekkingu, en einnig vilja þeir heyra hvað við Íslendingar höfum að segja. Ráðstefnan er ætluð almenningi og allir eru velkomnir!

Lesa meira

Ný vefmyndavél í Skaftafelli - 17.3.2014

Fyrir skömmu var sett upp vefmyndavél í Skaftafelli. Vélin er staðsett í skrifstofuhúsinu við þjónustumiðstöðina og er beint í austurátt. Þá er horft yfir aurana framan Skaftafellsjökul og til fjallana þar handan; Hafrafells, Hrútsfjalls, Svínafellsfjalls og Öræfajökuls. Á björtum degi sést Hvannadalshnjúkur þar sem hann trónir yfir öllu saman.

Lesa meira